Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 214
214
framsetningu atburðanna. Kvikmyndafræðingurinn Robert Burgoyne
hefur t.d. bent á að innan Bandaríkjanna færist í aukana að atburðirnir ell-
efta september séu álitnir „heilagir og að úr þeim megi ekki skapa ‘ímynd
líkneskis’“.46 Í þessu samhengi hlýtur kvikmynd olivers Stone aukið mik-
ilvægi því henni vindur fram á Ground Zero, sjálfri Golgötuhæð þessa
skírskotunarkerfis og sú kristilega orðræða sem bannhelgin vísar til er inn-
limuð í merkingarheim myndarinnar með kristsgervingnum David Karnes.
Eins og bent hefur verið á er trúarlegur hlutur Karnes undirstrikaður
þegar klippt er frá mynd af honum í rústunum með vasaljós yfir í draumsýn
Jimeno þar sem Kristur birtist honum baðaður birtu sem kallast á við ljós-
bjarmann í kringum Karnes. Athyglisvert er í þessu samhengi hvernig
myndin skapar George W. Bush eins konar guðlega áru því að það er ávarp
hans til þjóðarinnar sem virkjar kristsgervinginn Karnes, og hugmynda-
fræðilegan „son“ Bush, til þjónustu við málstað Bandaríkjanna. Ekki er
síður áhugavert að næsta kvikmynd oliver Stone, W. (2008), gerir lífs-
hlaup forsetans að umfjöllunarefni. Í þeirri mynd er atriði þar sem Bush
kemur á fund sóknarprests síns og trúir honum fyrir því að hann hafi upp-
lifað guðlega hugljómun þess efnis að hann eigi að taka sig á, hætta að
drekka og leiða þjóð sína á erfiðum tímum. Atriðið er sett fram án gagn-
rýninnar fjarlægðar og sama á við um atriðið þar sem Karnes hittir sókn-
arprest sinn að máli í World Trade Center.47
Sú upphafning á þjóðernislegri og trúarlegri orðræðu sem einkennir
World Trade Center á sér ekki beina hliðstæðu í United 93, en síðarnefnda
myndin víkur sér þó undan þeirri krufningu á samhengi atburðanna sem
telja má nauðsynlega til að forðast þá einhliða orðræðu sem leitt getur til
bannhelgi og upphafningar. Af myndunum þremur er 11'09''01 sú eina
sem leitast við að hafna bannhelginni, forðast upphafningarorðræðu áfalls-
ins og fjarlægir sig markvisst frá þeim hugmyndum um sérstöðu Banda-
ríkjanna sem leiða til umbreytingar ellefta september í táknbúning hins
einstaka.
Að lokum er athyglisvert að velta fyrir sér framhaldinu sem orðið hefur
á kvikmyndalegri umfjöllun um hryðjuverkaárásirnar í bandarískum kvik-
myndum eftir 2006. Þannig má skoða W., næstu mynd olivers Stone á
eftir World Trade Center (og raunar viðbót í röð „forsetamynda“ leikstjór-
46 Robert Burgoyne, The Hollywood Historical Film, oxford: Blackwell Publishing,
2008, bls. 149.
47 Fyrir frekari umfjöllun um W., sjá Björn Þór Vilhjálmsson, „Fram í sviðsljósið“,
Lesbók Morgunblaðsins 1. nóvember 2008.
BJöRN ÞÓR VILHJÁLMSSoN oG HEIðA JÓHANNSDÓTTIR