Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Blaðsíða 46
ÚlfhilDuR DaGsDóttiR
46
eftirhermu, að því undanskildu að stór hluti heimshryllings er ekki á
ensku. Því má ekki heldur gleyma að frá enskumælandi löndum hafa
komið ákaflega mikilvægar hrollvekjur. Bretar hafa verið framarlega í
hryllingi, með Hammer-myndirnar frá sjöunda áratugnum og nýlega
bylgju með leikstjórann Neil Marshall í fararbroddi. Einnig er nærtækt að
nefna Peter Jackson, sem hóf feril sinn með æstum gróteskum hrollvekjum
frá heimabyggð sinni, Nýja-Sjálandi. Ástralir hafa líka staðið sig vel í
hrollvekjubransanum, með myndum eins og Lifandi dauðir (2003, Micheal
og Peter Spierig, Undead), Sög (2004, James Wan, Saw + fjöldi framhalda)
og Úlfalækur (2005, Greg McLean, Wolf Creek). Þessar myndir teljast líka
til heimshryllings, og hafa sín sérkenni samhliða því að falla fullkomlega
inn í hrollvekjuformúluna. Það er þó hæpið að sjá þessar myndir sem eftir-
hermur, því að eins og áður hefur komið fram hafa heimshrollvekjur haft
álíka mikil áhrif á Hollywood og Hollywood á þær.
Í fyrirlestri um vensl heimshrollvekjunnar og þeirrar bandarísku ræðir
Steven Jay Schneider sérstaklega áhrif fyrstu ítölsku og spænsku bylgjunn-
ar og tekur dæmi um hvernig formúla svokallaðra „eltihrellis-mynda“ kom
þar fyrst fram, auk ýmiskonar sjónrænna takta og myndatökuaðferða sem
síðar hafa orðið að fastagestum í hrollvekjunni víða um heim.24 Hér hefur
áður verið bent á hversu áhrifamikill danski „dogma“-stíllinn hefur verið á
hrollvekjuna, en fyrir utan Blair-verkefnið og Upptökuna er skrýmslamynd-
in Smáratorg (2008, Matt Reeves, Cloverfield) í þeim stíl. Enn fremur nefn-
ir hann þá augljósu staðreynd að bandarískar endurgerðir á áhugaverðum
hrollvekjum hljóta að vera til marks um að áhrifin séu ekki einhliða frá
Hollywood, heldur einnig í áttina til draumaverksmiðjunnar – samskiptin
einkennast því af gagnvirkni frekar en einhliða straumi áhrifa.25 Í dag eru
það líklega asísku myndirnar sem hafa haft hvað mest áhrif á bandarísku
hrollvekjuna, en áhrif þeirra má hvað greinilegast sjá í sjálfum endurgerð-
unum, en einnig má greina nýja tóna í myndum eins og Smáratorg, sem er
skrýmslamynd í anda Godzilla, og Á niðurleið (2005, Neil Marshall, The
Descent), mynd sem býr yfir mjög hreinni táknfræði í anda japanskra
mynda. Annað sem er áhugavert í þessu samhengi eftirlíkinga er að innan
heimshryllings hefur nokkuð borið á því sem kalla mætti „baudrillardska“
takta, þar sem eftirlíkingin tekur á sig sjálfstætt líf og verður fyrirmyndinni
fremri, þurrkar hana jafnvel út og staðsetur sjálfa sig í staðinn. Rússnesku
24 Sjá Steven Jay Schneider, „World Horror Cinema and the US: Bringing it all back
home“, bls. 3.
25 Sama rit, bls. 3–4.