Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 176

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2010, Page 176
176 þess ber að geta að myndasagan er upphaflega skrifuð á frönsku. Verkið er því sjálft dæmi um það að innflytjandinn Satrapi hafi náð ákveðinni valda- stöðu innan menningarinnar úr því að þessar leikkonur taka þátt í sköpun þess. Þar með hefur reynsla úr öðrum heimi verið flutt yfir á nýjan stað og sú tilfærsla er innsigluð með röddum leikkvennanna. Í titilsenunni má segja að saga Marji sé sögð í hnotskurn með táknræn- um hætti. Blóm fýkur af tré í persneskum bæ og flögrar yfir höf og fjöll, er næstum brennt, étið af fiski, en góðlegur kvenengill kemur úr skýi og vísar því veginn yfir fjöllin, það smýgur hjá djöfli og endar í grasi sem síðan reynist vera fyrir utan orly-flugvöll í París. Þar hefst svo fyrsta senan, en sú sena og lokasenan eru þær einu sem eru í lit. Marji (fullorðin) horfir á upplýsingatöflu og sér þar flugið til Teheran, hún fer á snyrtinguna og setur á sig blæju, meðan vestræn kona við hlið hennar, klædd nokkuð mellulega, grettir sig. Hún fer að innritunarborði en virðist hörfa frá, fær sér sæti á bekk og upprifjunin úr æsku byrjar í svarthvítu. Um miðja mynd, þegar hún er send til Vínar, er önnur sena frá Parísarflugvellinum — hún tekur af sér blæjuna og fær sér sígarettu, vestræn kona horfir aftur með vandlætingu á hana — upprifjunin heldur áfram í Vín. Hún er send til nunnanna í Vín sem líta alveg eins út og slæðukonurnar í Teheran fyrir utan stóra krossa sem þær bera um hálsinn. Hún reynir af öllum mætti að passa inn í unglingasamfélagið í Vínarborg. Í einni senu, til dæmis, afneit- ar hún uppruna sínum og þykist vera frönsk, því að það er of flókið að eiga uppruna sinn í byltingu og stríði. Amma hennar, sem stendur fyrir heima- landið, en er jafnframt frjálslynd og nokkuð vestræn í útliti, minnir hana á mikilvægi upprunans, en skólasystkini hennar gera grín að henni fyrir að hafa reynt að villa á sér heimildir. Vínardvölin endar með því að hún verð- ur heimilislaus þegar kærastinn svíkur hana, hún kemst uppá kant við umhverfið, er hætt komin þegar hún veikist af lungnabólgu, og þá hefur hún ekki haft samband við fjölskyldu sína um nokkra mánaða skeið. Hún segir frá því að það hafi verið stríð sem hafi flæmt hana burt, en fáránlegt ástarævintýri sem hafi næstum gert út af við hana. Í bæði bók og mynd er lögð áhersla á að Marji alist upp við blöndu þess austræna og vestræna. Hetja hennar er Bruce Lee, en hún einsetur sér líka að verða síðasti spámaðurinn. Heimili fjölskyldunnar er vestrænt í útliti, með nútímalist á vegg, en persnesk munstur á sófaborði og teppi. Þegar vitnað er til fortíðar landsins, eins og þegar saga keisarans er rifjuð upp, þá eru fígúrurnar í sögunni persneskar strengjabrúður sem stjórnað er af bresk- GuNNþóRuNN GuðmuNDsDóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.