Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 15
15
Ástráður Eysteinsson
og Eysteinn Þorvaldsson
Gest ber að garði
Um „Hrafninn“ eftir Edgar Allan Poe og
sjö íslenskar þýðingar kvæðisins
Knúð dyra
Í kvæðinu „The Raven“ („Hrafninn“) eftir bandaríska skáldið Edgar Allan
Poe hlýðir lesandi á vitnisburð manns sem segir af reynslu sinni og líðan
nótt eina angursama um miðjan vetur, er hann blaðar í gömlum skræðum,
þreyttur og syfjaður. Dottandi heyrist honum þá sem knúð sé dyra.
Ljóðmælanda virðist nokkuð brugðið, því að hann leitar strax hugarhægðar
í þeim þanka að hér sé „einungis“ á ferð „einhver gestur“.
Once upon a midnight dreary, while I pondered, weak and weary,
Over many a quaint and curious volume of forgotten lore –
While I nodded, nearly napping, suddenly there came a tapping,
As of some one gently rapping, rapping at my chamber door.
‘’Tis some visiter,’ I muttered, ‘tapping at my chamber door –
Only this and nothing more.’1
Að loknu upphafserindinu má segja að kvæðið opnist í fjórar áttir: til for-
tíðar, sem býr ekki aðeins í fornum fræðum heldur í sambandi ljóðmæland-
ans og Leónóru nokkurrar, sem hefur kvatt þetta líf; nútíðar, sem markast
af gestinum undarlega, hrafni sem kemur sér fyrir í herbergi mælandans;
framtíðar, sem ljóðmælandi hugsar til („Eagerly I wished the morrow“ segir
í öðru erindi) en þessa hugsun fram á við virðist gesturinn þvertaka fyrir með
því eina orði sem frá honum kemur: „Nevermore“; og loks mótar í kvæð-
1 Edgar Allan Poe, „The Raven“, í Selected Writings of Edgar Allan Poe, ritstj. David
Galloway, Harmondsworth: Penguin, 1967 (endurpr. 1978), bls. 77–80, hér bls. 77.
Allar tilvitnanir í frumtexta Poes í greininni eru sóttar í þessa útgáfu.
Ritið 2/2011, bls. 15–51