Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 16
16
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
inu fyrir dularvídd sem ekki lýtur röklegum skilningi, dulmagni sem fyllir
ljóðmælanda í senn ógn og þó von um að hann verði fær um að yfirstíga
tímans takmarkanir og finna Leónóru á ný.
Hvernig á að skilja fund ljóðmælanda og hrafnsins sem sest á styttu af Pallas
Aþenu fyrir ofan herbergisdyrnar, og þrumar þar sitt eina orð yfir húsráð-
anda sem skynjar þetta sem ögurstund í lífi sínu en veit þó vart sitt rjúkandi
ráð? Í upphafi er sagt að hann dotti og sú túlkun er nærtæk að framhaldið sé
draumur hans og þá einskonar martröð. Sú túlkun undirstrikar tengsl ljóðs-
ins við leiðslukvæði fyrri alda, en í þeim er lýst kynnum af öðrum heimi,
gjarnan af Víti eða Himnaríki. Mælandinn í kvæði Poes fer þó ekki í slíka
kynnisför. Hann er kyrr í sínu herbergi. En gesturinn kynni að vera sending
frá heimi myrkurs og illsku og ljóst er að mælandinn telur hann vera kominn
frá einhverskonar undirheimum eða fornri tíð. Hrafninn gerist þaulsætinn
í húsakynnum hins einmana grúskara. Hugblærinn er að þessu leyti svip-
aður þeim sem ríkir í sumum leiðslubókmenntum. Mælandi ljóðsins situr
að næturlagi dapur og syfjaður yfir fornum fræðum. Hugur hans er hrjáður
af sorg vegna dauða meyjarinnar Leónóru. Um gólfið flökta draugalegir
skuggar dvínandi aringlóðar. Kyrrðin er skyndilega rofin. Honum heyrist að
drepið sé varlega á dyr herbergisins og hann er gripinn skelfingu. En hann
herðir upp hugann og vill bregðast við þessum myrkurbýsnum; hann ályktar
að þessi hljóð séu skrölt í illa lokuðum dyrum eða glugga, opnar dyrnar og
síðan gluggann – og þá stígur hrafninn inn óboðinn og flögrar upp á stytt-
una. Þar situr hann sem fastast, óhugnanlega grimmdarlegur, sannkallaður
nátthrafn: „Ghastly grim and ancient Raven wandering from the Nightly
shore – “. Ljóðmælandinn tekur að spyrja hrafninn spurninga en fær sama
svarið við þeim öllum: „Nevermore.“
Þessi dularvídd kvæðisins er því um sumt af toga ókennilegs uggs og
leyndardóms, en þær kenndir lagði Poe einnig rækt við í sagnagerð sinni, og
er þar talinn tímamótahöfundur bæði í leynilögreglusögum og frásögnum
sem kenndar eru við hrylling, hroll og annarlegar ógnir. Í kvæðinu er ekki
farið hljótt um þennan þátt þess; í því má lesa orð eins og „ghost“, „fantastic
terror“ „mystery“, „ominous bird“, „Horror“ og „demon“, svo gripið sé
niður í nokkur af átján erindum kvæðisins.
„Hrafninn“ birtist árið 1845 og þá rökkurógn og ugg sem einkenna kvæðið
má vissulega víða finna í skáldverkum frá fyrri hluta nítjándu aldar. Hér er
byggt á vissum þáttum í skáldskap og hugmyndaheimi rómantísku stefn-
unnar, m.a. þeim streng sem kallaður hefur verið „gotneskur“ („Gothic“).
Myrkri sýn og dulmagnaðri er teflt gegn þeirri rökvæðingu upplýsingar-