Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 17
17
GEST BER AÐ GARÐI
stefnunnar sem út breiddist á síðari hluta 18. aldar. Lærdómur færir mann
ekki endilega nær ljósinu, en getur hinsvegar beint hinum fróðleiksfúsa á
skuggaslóð, svo sem ráða má af dæmi Fástusar. Ljóðmælandinn í „Hrafn-
inum“ grúfir sig yfir bækur sem einmitt geyma gleymd fræði („forgotten
lore“), sem ætla má að hann vilji vekja til lífs á ný.
Þótt Poe gengi ekki vel að koma kvæðinu á prent, öðlaðist það skjóta
frægð eftir að það birtist í Evening Mirror (í New York) 29. janúar 1845,
og síðan í fleiri blöðum og tímaritum víðsvegar um Bandaríkin. Staða þess
í hefðarveldi bandarískra bókmennta hefur verið trygg allar götur síðan,
enda hefur það birst í ýmsum sýnisbókum og ljóðasöfnum og verið mikið
lesið í skólum. Að vísu er staða þekktustu „skólaljóða“ oft tvíbent. Þau verða
mörgum minnisstæð og dýrmæt, en aðrir þreytast á ljóðum sem taka að
hljóma eins og almælt tíðindi og verða sem stiklur í hefðinni er allir hafa
drepið fæti á. Sú nútímaljóðlist á ensku sem mest hefur átt upp á pallborðið
á liðnum aldarfjórðungum er óháttbundin og þeim sem hafa lagt sig eftir
henni kann að þykja kvæði Poes býsna samanrekið með rími, jafnt inn-
rími sem endarími, taktfastri hrynjandi, hljóðlíkingum og ljóðstöfum (þótt
ljóðstafasetningin sé ekki reglubundin með því móti sem tíðkast í íslenskum
kveðskap). Á hinn bóginn má vera að það frelsi, sem nútímaljóðið hefur búið
við á okkar tímum, skapi vænlegt samhengi til að endurmeta hefðina, finna á
henni nýjar hliðar, enduruppgötva töfra kvæða sem bundin eru í þau mörgu
og ólíku bragform sem setja svip á ljóðlistarsöguna.
Hrafninn og ég
Þótt kvæði Poes sé að ýmsu leyti skilgetið afkvæmi rómantískrar skáldskapar-
stefnu, þá býr í stefnumóti mannsins og hrafnsins einhver aflvaki, seiðandi
og óþægilegur í senn, sem skapað hefur kvæði þessu sérstöðu og orkað hefur
sterkt á lesendur í ýmsu samhengi í ríflega hálfa aðra öld. Kvæðið er ekki
aðeins þekktasta verk skáldsins, heldur eitt allra kunnasta ljóð bandarískra
bókmennta, og það er vel þekkt víða um lönd, ýmist á frummálinu eða í
þýðingum.2 Það er hinsvegar alkunna að sumir leiðandi bókmenntamenn í
Bandaríkjunum hafa frá fyrstu tíð haft efasemdir um mikilvægi og gildi verka
Poes. Þar á móti vega viðtökur hans austanhafs, einkum í Frakklandi um
og eftir miðja nítjándu öld. Charles Baudelaire – tímamótaskáld sem hafði
snilldartök á hefðbundnu ljóðmáli en beitti því jafnframt gegn hefðbund-
2 Sjá Lois Davis Vines, ritstj., Poe Abroad: Influence, Reputation, Affinities, Iowa City:
University of Iowa Press, 1999.