Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 18
18
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
inni tjáningu og sýn – taldi Poe lykilhöfund fyrir nútímabókmenntir. Þannig
urðu verk bandaríska skáldsins hluti af evrópskum umbrotum á nítjándu
öld, umbrotum sem gjarnan eru talin helsta forspil módernismans á þeirri
tuttugustu. Þegar litið er um öxl má vissulega sjá í verkum þeirra Poes og
Baudelaires, svo ólík sem þau eru, vitnisburð um samspil og innri átök
„myrkraafla“ og hins fágaða hefðarforms: ákveðið hreyfiafl og jafnframt
andófsafl innan rómantískrar skáldskaparstefnu sem jafnframt verður einn
af aflvökum módernismans.
Sú áskorun sem felst í endurmati hefðbundinna ljóða er sérlega áberandi
þegar ráðist er í að þýða ljóð yfir á annað tungumál og finna því stað í ver-
öld orða þar sem það er „aðskotahlutur“, þótt það kunni með tímanum að
hreiðra um sig og virðast í senn „eðlilegt“ og ómissandi. Síðar í þessari grein
verður sérstaklega fjallað um „Hrafninn“ með hliðsjón af birtum þýðingum
kvæðisins á íslensku og verður þar í fyrirrúmi þýðing Helga Hálfdanarsonar
sem er frumbirt í þessu hefti Ritsins.
Seint verður hinsvegar um of á það minnt að þýðing felur ekki einungis
í sér flutning frá einu tungumáli yfir í annað, heldur jafnframt tilfærslu milli
menningarheima. Þýðendur flytja máleinkenni og menningarlegt samhengi
frumtextans í mismiklum mæli yfir í viðtökumálið, en þær menningar-,
bókmennta- og tjáningarhefðir, sem þar eru fyrir, móta einnig bæði vinnu
þýðandans og viðtökur þýðingarinnar. Þau verk sem kölluð eru sígild öðlast
„framhaldslíf“ sitt ekki síst vegna þess að þau eru þýdd á önnur tungumál,
öðlast gildi og staðfestu utan hins upprunalega málsvæðis – á þetta minnir
Walter Benjamin rækilega í sinni kunnu grein um „Verkefni þýðandans“.3
En framhaldslíf og frægð verkanna staðfestist einnig með fjölbreytilegri
úrvinnslu, útleggingum og túlkunum í öðrum verkum og á ýmsum vett-
vangi. Meðal annars á meðal fræðimanna sem fjalla um verkin, en einnig
listamanna sem færa verkið í nýtt form eða ítreka mikilvægi þess með öðrum
hætti.
Þær skírskotanir til „Hrafnsins“ sem sjá má víða í skáldverkum síðari
tíma eru til marks um lífseigju kvæðisins, en hún birtist einnig í tengslunum
sem menn hafa séð milli ljóðlínunnar, hinnar seiðandi hrynjandi Poes, og
tjáningarmáta síðara tíma skálda eins og Allens Ginsbergs.4 Í ljósi þess að
3 Sbr. „Verkefni þýðandans“, þýðandi Ástráður Eysteinsson, í Walter Benjamin, Fagur-
fræði og miðlun. Úrval greina og bókakafla, ýmsir þýðendur, ritstj. Ástráður Eysteinsson,
Reykjavík: Háskólaútgáfan/Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2008, bls. 185–201.
4 Sjá Burton R. Pollin, „Edgar Allan Poe as a Major Influence upon Allen Ginsberg“,
í Mississippi Quarterly, 52. árg., 4. hefti, 1999, bls. 535–558.