Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 26
26
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
Fyrsta erindið er svona, með viðlaginu: 15
Undir bláum sólar sali,
Sauðlauks- uppí lygnum -dali,
fólkið hafði’ af hana gali
hvörs-dags skemmtun bænum á,
fagurt galaði fuglinn sá;
og af fleiri fugla hjali
frygð um sumar-stundir;
listamaðurinn lengi þarvið undi.
Fagurt galaði fuglinn sá
forðum tíð í lundi:
listamaðurinn lengi þarvið undi.
Eggert orti fleiri kvæði með þessari sömu hrynjandi þótt erindin séu styttri
og rím-mynstrið annað. Meðal þeirra er gamankvæðið „Hrafnahróður“ um
smávaxinn hrafn sem sagður er hafa látið lífið í Viðey 1753. Í kvæðinu er
minnt á mikilvægt hlutverk hrafna í fornum frásögnum, svo sem hlutverk
þeirra í þjónustu Óðins, og eitt erindið hljóðar svo:16
Heldurðu’ ekki’ hann Hrafna-Flóki
hefði sveimað einn á króki,
villtur útum víðan sjá,
en aldrei fundið höfn né hæli?
Hann komst af og það, eg mæli,
þessum fuglum þakka má.
Í sama formi og með sama rím-mynstri eru einnig kvæðin: „Ísland með
ermahnöppum“ og „Svar uppá bréf Próf. J. E. í Sór“.
Annað 18. aldar skáld, Þorlákur Þórarinsson (1711-1773), orti líka brag
í svipuðu formi. Kvæðið „Um óstöðugleika þessa lífs og þess armæðu frelsi“
birtist í seinni útgáfu Ljóðmæla hans árið 1858. Fyrsta erindið hljóðar svo:17
15 Kvæði Eggerts Ólafssonar, Kaupmannahöfn, 1832, bls. 219.
16 Kvæði Eggerts Ólafssonar, bls. 215.
17 Ljóðmæli eftir Þorlák Þórarinsson, prófast í Vaðlaþingi. Reykjavík: Útg. Jón Pétursson og
Egill Jónsson, 1858, bls. 269-270.