Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 29
29
GEST BER AÐ GARÐI
spratt, o.s.frv.) en lokaorðið er ýmist „satt“ eða „pjatt“. Fyrsta erindið er
svona (ljóðmælandi mænir að sjálfsögðu á sjónvarpstækið í stað þess að rýna
í gamlar skræður):21
Einn um kvöld í sófa sat ég,
sjónvarpsgeislann numið gat ég
smjúga innum augnatóttir,
ósköp lítt hann fékk mig glatt,
allir limir sljóir, slappir,
slyttislega héngu lappir.
Eins og strik á auðan pappír
óljós þanki í hug mér datt –
þanki sem ég vildi’ ei vita’ um
var á sveimi’ og óx nú hratt:
„Þetta’ er ófært, það er satt.“
Íslenskar þýðingar
Í ljósi þess sem að framan sagði um nokkur frumort kvæði Matthíasar Joch-
umssonar, vekur athygli að hann er einmitt annar þeirra sem fyrst þýða
„Hrafninn“. Þýðing Matthíasar birtist í ljóðasafni hans, Ljóðmælum II, árið
1903. Samkvæmt bréfheimild hefur Matthías þýtt kvæðið á fyrri hluta
árs 1892. Í bréfi til Hannesar Þorsteinssonar þann 15. apríl 1892 skrifar
Matthías: „Viljð þér senda ritstjóra „Sunnanfara“ í Khöfn mín Grettisljóð,
hann hefir óskað eftir einhverju frá mér, en ég hef ekki annað hendi nær –
nema ef vera skyldi The Raven (Hrafninn) eftir Poe, sem ég þýddi hér um
daginn.“22 En árið 1892 leit einmitt önnur þýðing á „Hrafninum“ dagsins
ljós og sú sem fyrst birtist á prenti. Hún er eftir Einar Benediktsson og birt-
ist í hinu metnaðarfulla riti Útsýn sem hann gaf út ásamt Þorleifi Bjarnasyni
árið 1892 (þar má finna þýðingar á mikilvægum bandarískum verkum frá
19. öld og var áformað að birta í síðari heftum þýdd verk annarra þjóða, en
fleiri tölublöð komu ekki út). Hér má sjá fyrsta erindi kvæðisins í þýðingum
þjóðskáldanna tveggja:23
21 Karl Ágúst Úlfsson, „Hrafninn og ég“ (handrit).
22 Bréf Matthíasar Jochumssonar, Akureyri: Bókadeild Menningarsjóðs, 1935, bls. 538.
Greinarhöfundar þakka Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur fyrir upplýsingar um þessa
heimild. Þýðing Matthíasar birtist ekki í Sunnanfara og greinarhöfundar hafa ekki
fundið hana á prenti fyrr en í Ljóðmælum 1903.
23 Þýðing Einars er tekin úr Útsýn (sbr. nmgr. 10), bls. 18 (einstaka atriði löguð að