Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 38
38
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
Hér verður litið sérstaklega á sjöunda erindið, sem hljóðar svo í frum-
textanum (en nú, þó ekki væri nema í tilraunarskyni, sett upp með þeirri
línuskiptingu sem allir þýðendurnir nota):33
Open here I flung the shutter,
When, with many a flirt and flutter
In there stepped a stately Raven
Of the saintly days of yore.
Not the least obeisance made he;
Not a minute stopped or stayed he;
But, with mien of lord or lady,
Perched above my chamber door –
Perched upon a bust of Pallas
Just above my chamber door –
Perched, and sat, and nothing more.
Mælandi ljóðsins situr sem fyrr segir að næturlagi, dapur, mæddur og syfj-
aður yfir gömlum skræðum. Honum heyrist vera drepið á dyr, en finnur
engan fyrir þar. Þá heyrist honum að bankað sé að nýju en nú á gluggann.
Hann snarar honum upp. Þá stikar þar inn hrafn með vængjaslætti og sest
upp á Pallas-styttu fyrir ofan dyrnar.
Í fjórum fyrstu línunum birtist hrafninn í vistarveru mælandans og í þessu
erindi tekur hann sér þann sess sem hann hefur kvæðið á enda. Hvernig er
þessi fugl? Hegðun hans eða framkomu er lýst með ólíkum orðum í þýð-
ingunum. Á enskunni er hann sagður stately, þ.e. virðulegur (tignarlegur)
og hann er ævaforn, jafnvel kominn úr einhverskonar helgri forneskju („the
saintly days of yore“). Í framhaldinu segir og að þessi fugl sýni engin merki
undirgefni („Not the least obeisance made he“); hann hefur svipmót herra
eða hefðarfrúar og hann kemur sér hiklaust fyrir á styttunni, líkt og hún sé
eðlilegt hásæti hans.
Í þýðingu Einars er hann aldinn og herralegur og víkur ekki eitt spor úr
vegi; hjá Þorsteini vitur og aðsópsmikill, á svipinn einsog greifi og spyr lítt um
33 Hin upprunalega línuskipting hjá Poe er á þessa leið (svo ekkert fari milli mála):
Open here I flung the shutter, when, with many a flirt and flutter
In there stepped a stately Raven of the saintly days of yore.
Not the least obeisance made he; not a minute stopped or stayed he;
But, with mien of lord or lady, perched above my chamber door –
Perched upon a bust of Pallas just above my chamber door –
Perched, and sat, and nothing more.