Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 42
42
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
hjá Sigurjóni. Í þýðingu Þorsteins finnur krummi sér stað uppi á Pallas-ásýnd
vænni. Hjá Einari og Gunnari er Pallas einnig nefnd á nafn en fyrst kölluð
„mynd úr leir“, enda rímar „leir“ við „meir“ og fleiri eir-orð. Hjá Einari
hljóða þessar línur svona:
Þessi hræfugl herralegi
húsráðanda kvaddi eigi,
né eitt spor hann vék úr vegi,
en vatt sér upp á mynd úr leir,
Hér nýtir Einar ljóðstafi listilega til að sviðsetja mótsögn í gestinum: hann
er sagður hræfugl en þó herralegur og þótt hann hafi guðað á glugga hjá
húsráðanda, heilsar hann ekki þegar opnað er fyrir honum. Þótt hrafn-
inn teljist ekki til hræfugla, hegðar krummi sér stundum sem slíkur og
það bregður vissulega nöturlegu ljósi á ljóðmælanda að „hræfugl“ voki yfir
honum. Helgi nefnir fuglinn einnig svo, raunar í níunda erindi, en hér í því
sjöunda má einnig sjá „hræfugl“ í þýðingu Skugga sem og hið athyglisverða
orð „vistrúm“, en með því útvegar Skuggi sér höfuðstaf og lætur jafnframt
herbergi ljóðmælanda spegla alla tilveru hans (sem ekki er fráleitt þegar haft
er í huga hvert kvæðið stefnir):
Mig hryllti við og hissa starði,
hræfugl þessi fyrr en varði
vængi þandi vítt og barði
um vistrúm mitt, og tyllti sér
Þýðing Gunnars á þessum línum um hegðun hins óboðna gests er hins-
vegar þessi:
Þeygi er kurteis krummanefur,
krunk hann ekkert frá sér gefur,
engar vöflur á því hefur –
upp hann skýst á mynd úr leir,
Meiri kyrrð er yfir hrafni Sigurjóns:
Svartur, þögull sorgarlíki
settist að og tók sér ríki