Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 43
43
GEST BER AÐ GARÐI
á grískrar vizkugyðju líki,
sem geigur sjálfur næmi stað.
Hjá Helga sest hrafninn á Pallas-mynd úr hvítstein hreinum og er þetta
athyglisvert dæmi um hvernig ljóðstafasetningin kallar á skapandi viðbrögð
þýðanda, sem hér bætir við bust of Pallas hjá Poe tveimur eiginleikum stein-
höfuðsins sem öðlast þar með aukið táknrænt gildi í návist hrafnsins: höf-
uðið er úr hreinum hvítsteini.
Hrafninn hefur tyllt sér á brjóstmyndina af gyðjunni Pallas Aþenu, læsir í
hana klónum og trónir þar. Kvæði Poes kallast hér á við hefðbundnar myndir
af Aþenu með uglu á höfðinu. Þannig hefur fuglinn sem þekktur er af skarpri
nætursjón löngum tengst viskugyðjunni (sem er þó einnig gyðja hernaðar).
Hjá Poe er þessi heimsmynd úr lagi gengin; annar viskufugl og næturfari
helgar sér hinn forna stað uglunnar, en hann á sér einnig fornar rætur og
goðsögulegar, eins og meðal annars má sjá í norrænni goðafræði. Ljóðmæl-
andi Poes tengir hrafninn raunar annarri fornklassískri goðveru og telur
hann kominn af næturströndum Plútós („the Night‘s Plutonian shore“).
Plútó (eða Plúton) er eitt af nöfnum Hadesar, guðs dauðaríkisins í forn-
klassískri goðafræði. Fugl úr dauðaríkinu sest á höfuð viskugyðjunnar, enda
er hún í síðasta erindi Poes sögð „pallid“, sem getur merkt í senn litdauf og
þróttlítil.
Helgi er eini þýðandinn sem heldur til haga þessari veiku stöðu Pallas
Aþenu í lok ljóðsins og áréttar í því sambandi hinn plútonska uppruna
hrafnsins: „boðar feigð hans blakki litur, / blíða Pallas nísta klær.“ Segja má
að með þessu orðalagi skerpi Helgi á tengslum sem gefin eru til kynna milli
„kvenpersónanna“ tveggja í frumkvæðinu, Leónóru og Aþenu. Bæði ástin
og viskan eiga undir högg að sækja í heimi hrafnsins. Á hinn bóginn ganga
Helgi og flestir hinna þýðendanna of skammt þegar kemur að dramatísk-
ustu línum frumtextans um tengsl hrafnsins og ljóðmælandans, en þær eru
í sautjánda og næstsíðasta erindi kvæðisins. Þar segir ljóðmælandi: „Take
thy beak from out my heart, and take thy form from off my door!“ Hér er
andlegri og tilfinningalegri líðan lýst með myndmáli líkamlegrar „innrásar“:
hrafninn hefur rekið gogg sinn í hjarta mælandans og þar virðist hann sitja
fastur. „Sviptu brjóst mitt bölvun þinni“ segir í þýðingu Helga; „tak þinn
svip úr sálu minni“ skrifar Einar. Þeir Skuggi, Sigurjón og Þorsteinn sleppa
myndinni í sínum þýðingum, en þessi ofbeldistengsl skila sér hjá Matthíasi
í orðunum „Farðu, þú sem níðings nefi / nístir mína hjarta-þró!“ Gunnar
fer hér næst frumtextanum: „Drag hræfuglsgogg úr hjarta mínu“ en gengur