Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 44
44
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
jafnframt lengst allra í að sýna ljóðmælanda bókstaflega sem „dauðans mat“
– fórnarlamb hræfugls.
Framangreindar athuganir á einstökum stöðum í frumkvæði og þýð-
ingum sýna að hyggja þarf að mörgu í textum sem þessum. Allir þýðend-
urnir þurfa að færa vissar fórnir, enda eru þeir undir tvöföldu álagi þar eð
þeir setja sér að kveða texta, flétta hann saman með brag, rími, ljóðstöfum og
hrynjandi, og jafnframt að koma til skila ýmsum efnislegum atriðum í verki
sem er frásögn, hvað sem líður hinu hljómræna formi. Þetta þýðir ekki að
greina megi sundur form og inntak. Ítrekað kemur fram hvernig vinna þýð-
endanna með rím-mynstrið og ljóðstafi mótar myndmál og merkingarheim
frásagnarinnar og skapar henni mismikla samfellu og fyllingu.
Váhrafninn vængjabreiði
Eins og þegar hefur komið fram, notar Helgi Hálfdanarson ekki ákveðið
leiðarrím sem þráð um allt kvæðið, eins og hinir íslensku þýðendurnir. Þýð-
ing Helga hefur því sérstöðu að þessu leyti, en alls óvíst er að hann hafi verið
sáttur við það. Í hinum fjölmörgu þýðingum hans á háttbundinni ljóðlist
og leikljóðum sýnir hann ítrekað snilld sína í að leika formeinkenni erlends
skáldskapar eftir á íslensku, að viðbættum hinum íslensku ljóðstöfum. Vera
kann að hann hafi lagt þýðingu sína á „Hrafninum“ til hliðar vegna þess að
hann taldi ekki unnt að endurskapa leiðarrímið svo vel væri.35 Eins og sjá
mátti í tilvitnun hér framar sagði Helgi sjálfur að Einar Benediktsson hefði
með orðunum „aldrei meir“ líklega farið eins nærri „nevermore“ og komist
verði. En þar eð Einari takist ekki að klófesta or-hljóðið missi formið þó „að
nokkru leyti marks í þýðingunni“. Við þetta má raunar bæta að or-hljóðið á
íslensku er ekki sama hljóðið og ore-hljóðið alla jafna í enskum framburði. Í
reynd hefur Helgi vafalaust gert sér grein fyrir því að or-hljóðið í íslenskum
orðum eins og „hor“ og „gor“ er ekki eins drungalegt og ore-hljóðið hjá Poe
(sérhljóðið í ensku er hér lengra en í íslensku). Þótt hægt væri að koma við
or-leiðarrími í íslenskri gerð „Hrafnsins“ væri það því engin trygging fyrir
ásættanlegu jafngildi.
Kannski taldi Helgi það beinlínis frágangssök að koma ekki við jafngildu
leiðarrími í þýðingu sinni – en óþarfi er að láta slíkt móta afstöðu okkar til
þeirrar gerðar „Hrafnsins“ sem hann skildi eftir. Frekar má spyrja hvernig
35 Stefán B. Mikaelsson víkur m.a. að vandanum sem felst í þessu meginrímorði í B.A.-
ritgerð sinni „Gól mér krákur orð í eyra“. Um þrjár þýðingar Hrafnsins eftir Edgar Allan
Poe, Háskóli Íslands 1991.