Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 46
46
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON
hið sama í öllum erindum kvæðisins og sama sterka hrynjandin. Orðið sem
hrafninn mælir („viðlagið“) er aldrei og er það yfirleitt í framstöðu í lokalínum
erinda, en í síðasta erindinu er það tvítekið, þar sem mælandi segir að sál sín
yfir skugga hrafnsins „hafizt – aldrei – aldrei – fær.“ Í þessu sambandi skiptir
líka máli hvernig Helgi leitast við að yfirfæra hinn drungalega og harm-
þrungna hugblæ sem hvílir yfir öllu frumkvæðinu. Þessu þrúgandi ástandi
er m.a. lýst í 2. erindi kvæðisins sem fylgir hér á eftir í þýðingu Helga, og
fer þar saman myndvísi, rímleikni og sú óskeikula „samfylgd merkingar og
hljóms“, sem Helgi benti sjálfur á að einkenndi „Hrafninn“, eins og áður
hefur komið fram.
Napurt grúfði vetrar-veldi,
vart ég gleymi þessu kveldi,
döpur glóð í arineldi
yfir gólfið skuggum brá.
Ákaft þráði’ eg árdags ljóma,
engin bók mig leysti’ úr dróma
síðan lífs í léttum blóma
Leónóra hvarf mér frá,
mærin ljúfa – Leónóra –
ljósum englum dvelur hjá,
hljóðnuð mér og hulin brá.
Þessum blæ, ýmist tregafullum eða drungalegum, heldur Helgi kvæðið á
enda og magnar hann á stundum upp með orðkynngi sinni, án þess þó að
ofgera honum, eins og hendir Skugga í þýðingu hans.
Þar sem Helgi þræðir ekki eitt leiðarrím frá upphafi til enda kvæðisins,
á hann ef til vill hægara um vik en aðrir að koma öllum efnisatriðum vel til
skila í þýðingunni. Dæmi um það er fyrsti hluti 11. erindis:
Startled at the stillness broken by reply so aptly spoken,
‘Doubtless, ’ said I, ‘what it utters is its only stock and store
[…]’
Í þýðingu Helga:
Kenndi’ eg hrolls, er kyrrð var rofin,
köldu svari þögnin ofin.