Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 47
47
GEST BER AÐ GARÐI
„Eflaust“ sagði’ eg, „orð né stefin
ei kann fleiri en mælti þar.
[…]“
Merkingunni er haldið til haga, því að „kalt svar“ er nokkuð glögg þýðing á
„reply so aptly spoken“, þótt ekki sé hún orðrétt í ströngum skilningi. Þarna
finnur Helgi sér jafnframt rými til að minna á þagnarmátt hrafnsins; þögn
hans er „ofin“ hinu ítrekaða kalda svari, þessu eina orði sem hann mælir. Í
tólfta erindi fær ljóðmælandi sér sæti frammi fyrir hrafninum:
Then, upon the velvet sinking, I betook myself to linking
Fancy upon fancy, thinking what this ominous bird of yore –
What this grim, ungainly, ghastly, gaunt and ominous bird of yore
Meant in croaking „Nevermore.“
Þessar línur þýðir Helgi svo:
að mjúku flosi höfði halla,
hugann læt um gátur fjalla;
grunur vill að getsök falla,
greiða svör og láta í té,
hví það forna, fólginspjalla
forað upp frá gröfum sté, –
hvað ömurkrunkið „Aldrei“ sé.
Þar sem Poe talar um að tengja „Fancy upon fancy“, finnur Helgi orðalag
sem fullnægir ljóðstafaþörf og rími en tjáir þó um leið heilabrot ljóðmæl-
andans sérdeilis vel: „grunur vill að getsök falla“. Hin víðfeðmu tök Helga á
íslenskri tungu og dirfska hans við að beita myndafli málsins koma hér til sög-
unnar og þegar Poe hleður einu orði á annað til að tjá ofboð þess fundar sem
hér á sér stað („grim, ungainly“ o.s.frv.), þá grípur Helgi frekar til mergjaðs
myndmáls: hrafninn er forað sem stígur upp frá gröfum (kemur úr ríki dauð-
ans) en er jafnframt ættaður úr hinum fornu og leyndu (guð)spjöllum, eða
„fólginspjöllum“, sem líklega er nýyrði, eða ný samsetning, frá hendi Helga.
Fólginspjöllin í kvæði Poes eru dulræns eðlis, yfir þeim hvílir myrkur-
hjúpur, en kvæðið vísar þó jafnframt bæði til dauðaríkis grískrar goðafræði
og í biblíuhugmyndir um þá er sáluhólpnir fá að dvelja í Eden. Helgi hikar
ekki við að bæta norrænni forneskju við hinar hellensku og gyðinglegu,