Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 54
54
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
tilfinningu – en aðra og hvernig þau ýta undir að hann virki þekkingu sína.
Ég geng út frá að maðurinn sé þannig úr garði gerður að hann hafi, „lík-
amann á heilanum“ ef svo má að orði komast; nánar tiltekið að líkaminn sé
að drjúgu leyti viðmið mannshugarins og leggi til inntak hans.2 Sömuleiðis
geri ég ráð fyrir að drýgstur hluti vitsmunalífs manna sé ómeðvitaður. Rann-
sóknir í taugavísindum síðasta aldarfjórðung eða svo hafa aukið mjög skiln-
ing á hugarstarfsemi manna og í bókmenntafræði fjölgar þeim sem telja
brýnt að tekið sé mið af því. Gamla hugmyndin um heila sem nemur tiltekin
merki – segjum máltákn – úr umhverfinu og ræður þau einfaldlega er þá
víðsfjarri; litið er á manninn sem flókna lífheild sem bregst sífellt á marg-
breytilegan hátt við umhverfi sínu og umbreytir eigin ásigkomulagi. Eigi að
gera grein fyrir merkingu sem menn leggja í skáldverk er því brýnt að huga
að skynjuninni ekki síður en hugsanaformgerðum og máli.
Í framhaldi af rannsóknum taugafræðinga hafa verið gerðar ýmsar empír-
ískar rannsóknir erlendis, t.d. á tilfinningalegum viðbrögðum manna við
skáldverkum.3 Slíkar rannsóknir skortir hérlendis þannig að ég verð oftast
að láta mér nægja að gera grein fyrir eigin lestri, túlkunum og viðbrögðum;
koma með tilgátur um áhrif ljóðanna á sjálfa mig og aðra og vísa í erlendar
rannsóknir máli mínu til stuðnings.
II
Ljóðin í bók Antons Helga eru sjaldnast ýkja myndræn, heldur einkenn-
ast af einföldum fullyrðingum, minna gjarnan á hversdagslegt tal og eru
oftar en ekki fyndin. Þau eru fríljóð en þó harla formföst meðal annars af
því að Anton nýtir sér óspart upptalningu og endurtekningar. Ljóðið sem
ég vitnaði til í upphafi er til marks um það. Það er sex erindi og uppistaða
þess yfirlýsingar um ættartengsl. Framan af eru þær á forminu: „Ég er“
+ frændsemis- eða venslanafnorð en undir lokin, nánar tiltekið í fimmta
erindinu eru setningagerð og hrynjandi brotin upp með ótengdri upptaln-
ingu átta slíkra orða. Þess utan marka rammaklifun og stef ljóðið. Setn-
ingin „Ég get ekkert sagt“ gengur í gegnum það allt; myndar ramma um
ættartengslayfirlýsingarnar í fyrsta erindinu og annan um ljóðið í heilu lagi.
Í seinni hlutanum bætist svo ný rammaklifun við, mynduð af orðum sem
brugðið hefur fyrir í fyrri hlutanum:
2 Sjá Antonio Damasio, Descartes’ Error, Emotion, Reason and the Human Brain, Lond-
on: Penguin Books, 2005 [1994], bls. 223–235.
3 Sjá t.d. rannsóknir Davids S. Miall og Dons Kuiken: http://www.ualberta.ca/~-
dmiall/reading/index.htm [sótt 8.6. 2011].