Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 56
56
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
ljóðið heldur hafi heyrnar- og sjónskyn mitt brugðist við því sem sett er í
forgrunn;5 þau hafi numið hringform rammaklifunarinnar; endurtekning-
una sem aldrei linnir. Ég hló þá kannski vitandi vits að lýsingunni á megin-
einkennum samfélagsins en hlátur minn varð höktandi af því að ómeðvitað
skynjaði ég óhugnað ljóðsins sekúndubrotum áður en ég hafði fellt hann
í hugtök og hugsanir; þann óhugnað að ekkert myndi breytast í íslensku
samfélagi meðan það væri jafn fámennt og nú.6
Ég sagði að ljóð Antons Helga væru fyndin – en hvað á ég nákvæmlega
við með því? Í húmorrannsóknum hafa menn sett fram tilgátur um hvað
gerist í höfðinu á fólki, ekki síður en í máli þess, þegar það er fyndið eða
þegar því finnst eitthvað fyndið. Því fylgir að smíðaðar hafa verið ýmsar
líkingar um hugarstarf. Ein þeirra, rammi eða grind (e. frame), tengist
kenningunni um skemu og uppskriftir (e. scripts).7 Hún hefur meðal ann-
ars verið kölluð „formgerðarmetafóra sem vísar til mynsturs hugmynda-
tengsla“ og verið notuð um sérstök taugafræðileg tengsl.8 Ýmsir gera ráð
fyrir að sá þáttur sem frekast einkenni húmor – og reyndar líka íróníu – sé að
rammi eða rammar breytist óvænt.9 Þá má hugsa sér að þegar menn bregða
höfnum. Þegar menn horfa á athafnir af ákveðnu tagi, sjá þeir þær ekki bara, þannig
að ýmis svið sem tengjast sjóninni séu virk heldur verður hreyfiskynjunin líka virk,
rétt eins og þeir væru sjálfir að framkvæma það sem þeir horfa á, sbr. bls. 64–65 hér
á eftir. Sjá t.d. Giacomo Rizzolatti, Leonardo Fogassi og Vittorio Gallese, „Neuro-
physiological mechanisms underlying the understanding and imitation of action“,
Nature Reviews-Neuroscience, 2:9 2001, bls. 661–670; Vittorio Gallese, „The ‘Shared
Manifold’ Hypothesis. From Mirror Neurons to Empathy“, The Journal of Conscious-
ness Studies, 2001, bls. 37 og Antonio R. Damasio, Self Comes to Mind, Constructing the
Conscious Brain, New York: Pantheon Books, 2010, bls. 104–106.
5 Hér er ég að hugsa um það sem skynheildarsálfræðin kallar fígúru og bakgrunn.
6 Antonio R. Damasio vísar í Benjamin Libet og segir að vitundin nemi áreiti hálfri
sekúndu eftir að það verður, sjá The Feelings of What Happens, Body and Emotion
in the Making of Consciusness, New York/San Diego/London: Harcourt Brace and
Company, 1999, bls. 127.
7 Marvin Minsky setti fram rammahugmyndina og notaði hana um þekkingarstæður í
huganum – nánar tiltekið formgerðir sem eiga við (e. represent) hugtak eða aðstæður,
sjá t.d. Bernard Nebel, „Frame-Based Systems“, The MIT Encyclopedia of the Cognitive
Sciences, ritstj. Robert A. Wilson og Frank C. Keil, Cambridge MA: The MIT Press,
1999, bls. 324.
8 David Ritchie, „Frame-shifting in Humor and Irony“, Metaphor and Symbol, 2005,
20:4, bls. 290.
9 Sjá t.d. Marvin Minsky, „Jokes and the Logic of the Cognitive Unconscious“, A.I. memo
No. 603, Massachusetts Institute of Technology, Artificial Intelligence Laboratory,
nóv. 1980: http://dspace.mit.edu/handle/1721.1/5701 [sótt 8.6.2011]; Seana Coulson
og Marta Kutas, „Frame-shifting and Sentential Integration“, Technical Report CogSci.