Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 58
58
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Þótt þeir hafi lokað fyrir símann
hitann og rafmagnið
hef ég ekki yfir neinu að kvarta
sjálf á ég 40 þúsund kílóvatta raforkuver
og nokkur óvirkjuð stórfljót að auki.
Þótt börnin séu nokkrum krónum fátækari
þá er ég alltaf rík
ég á börnin. (49)
Ljóðið byggist eins og sjá má upp á þremur þótt-setningum, sem tvær eða
fleiri aðalsetningar styðja. Í slíkum málsgreinum er aukasetningunni ævinlega
fylgt eftir með staðhæfingu sem gengur þvert á það sem fyrr er sagt; eða
nákvæmar orðað: fullyrðing aðalsetningarinnar vitnar um að annar kostur
var í boði en sá sem valinn var. Þess háttar setningagerð býður beinlínis
upp á íróníu þar sem hugmyndamynstur rekast á og hana nýtir Anton Helgi
hér. Með henni sýnir hann að ljóðmælandinn velur jafnan þann kost sem
síst skyldi: þó hún hafi komið illa fram við börnin sín, dettur henni auðvitað
ekki í hug að skammast sín; þó að það bitni á börnunum, hvarflar ekki annað
að henni en að halda uppteknum hætti – enda metur hún, eins og ,fyrir-
myndarfólki‘ samfélagsins er gjarnt, allt út frá sjálfri sér og eigin eignastöðu,
líka börnin. Írónían er beitt en verður þó á einhvern hátt léttari af því að hún
er blandin gáskafullum húmor sem birtist t.d. í úrdrætti eins og tæmdum
„sparibauk“ barnanna – fjárlögum ríkisins margfölduðum með ógnvænlegu
x–i – eða grallaralegu skoti á þjóðrembu: ef maður stelur verður maður ekki
þjófur heldur „ennþá Íslendingur“.
Valið á kyni ljóðmælandans er ansi ísmeygilegt. Það styrkir íróníuna enda
felur það í sér að hróflað er við vanabundnum ramma. Á árunum eftir hrun
hefur einatt verið lögð áhersla á að karlar hafi staðið að baki hvorutveggja
einkavæðingu bankanna á Íslandi og virkjanaæðinu.12 Kvenkyns ljóðmæl-
andi Antons Helga rekst því illilega á pólitíska rétthugsun hjá ýmsum and-
stæðingum stjórnarstefnunnar á tímum góðærisins svonefnda. En ekki er
nóg með það; einhverjir munu sennilega sjá í ljóðinu kostuleg tengsl við
aðra texta – og kannski blöndun.13 Líti einhverjir lesendur svo á að ljóðmæl-
12 Hér er skemmst að minnast greinar Andra Snæs Magnasonar „Í landi hinna klikkuðu
karlmanna“, Fréttablaðið 11. september 2010, – og umræðna sem af henni spruttu.
13 Um grunnatriði blöndunarkenningar þeirra Fauconniers og Turners hef ég fjallað
annars staðar, sjá: Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Að lykta úr opinni Nifja-