Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 62
62
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
handriti sem talið er þjóðargersemi og geymt í lokuðum eldvörðum skáp,
sumsé gegn hinu háa og upphafna, er hinu lága og hversdagslega stefnt;
símaskránni, samtímanytjariti sem er ekki bara einber upptalning heldur
svo lítils virt að menn setja það umhugsunarlaust í endurvinnsludallinn á
hverju ári. Og af því að Gestaþáttur var lengst af 20. öld tengdur heiðni
og víkingum17 – hversu sannfærandi sem nútímabókmenntafræðingum kann
að þykja það – er eðlilegt að á huga lesenda leiti svokallaðir „útrásarvík-
ingar“ samtímans og þar með það sem víkingum fyrr og síðar fylgir: að fara
ránshendi um borgir, lönd og álfur og eira engu. Húmorinn í orðunum
„Það skiptir ekki alltaf máli hvað maður gerir […] Nafnið lifir“ verður ansi
svartur, blandist tvennir tímar í hugum manna og þeir sjái fyrir sér, segjum
mynd af úfnum og langskítugum norrænum víkingum sem kippa með sér
einu og einu hraustlegu barni á leið til skips á Írlandi um leið og vel snyrtar
hendur fjáraflamanna samtímans seilast í sjóði enskra góðgerðarfélaga. En
þar með er ekki allt nefnt. Þegar ljóðið hefur ýtt undir að lesendur skríki
vegna áreksturs Hávamála og símaskrárinnar, er eins víst að það ljúki upp
fyrir þeim árekstrum í mannkynssögunni sem kunna fyrr að hafa farið fram
hjá þeim. Til að skýra það er þörf á að huga að ólíkri merkingu sem menn
leggja í orð – enda fella þeir þau, hver og einn í tiltekið samhengi í koll-
inum og tengja þau hver með sínum hætti eigin reynslu og þekkingu – þó
sjálf ,hugartólin‘ sem þeir nýta sér (uppskriftir; blöndun; metafórur o.s.frv.)
séu í meginatriðum söm. Í samtímamáli hefur orðið hryðjuverk sennilega
oftast merkinguna ,sjálfsmorðsárás‘ en „hryðjuverkamaður“ er ,maður‘, ef
ekki bara múslími, ,sem sprengir sjálfan sig eða aðra í loft upp og veldur
saklausu fólki skaða til að vekja athygli á tilteknum málstað‘.18 Í orðabókum
lifir hins vegar eldri merking orðsins hryðjuverk, þ.e. ,ódæðisverk‘,19og þá
er hryðjuverkamaður einfaldlega ,ódæðismaður‘. Ónefnt er þá að lesa má
orðið sem hryðju-verkamaður, þ.e. ,maður sem vinnur í hörðum lotum‘. Í
ljósi þess er soltið fyndið að velta vöngum yfir samfélagi sem bannar manni
að titla sig hryðjuverkamann en viðheldur mýtum um ódæðismenn mið-
17 Sjá t.d. Sigurður Nordal, Íslenzk menning 1, Reykjavík: Mál og menning, 1942, bls.
174. – Ég nefni hér Sigurð sérstaklega af því að hugmyndir hans ríktu meira eða
minna í framhaldsskólum a.m.k. fram á níunda áratug síðustu aldar.
18 Hér styðst ég ekki við annað en eigin reynslu og þá óformlegu könnun sem drepið
er á í neðanmálsgrein 20.
19 Sjá t.d. Íslensk orðabók handa skólum og almenningi, ritstj. Árni Böðvarsson, Reykjavík:
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1988, bls. 416 og Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk
orðsifjabók, Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989, bls. 381.