Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 65
65
ÉG GET EKKERT SAGT
Sjálfa mig greip kennd sem kannski má frekast nefna ókennileika; undar-
leg tilfinning um að með handtakinu ,smitaðist‘ morðið yfir á ljóðmæland-
ann. Og framhaldið styrkti hana:
Hvað er hann að gera hérna!
Heldur hann að allt sé gleymt?
Óþolið í upphrópunarsetningunni og minningin sem ýtir undir hörku í
spurnarsetningunni; hvorttveggja lýsir uppnámi ljóðmælandans og því
hve hann á bágt með að takast á við aðstæðurnar. En næsta hugsun hans
snýst gegn honum sjálfum svo að lesandinn hlýtur að flissa: „Við erum að
skemmta okkur!“ Ljóðmælandinn virðist naumast hafa sleppt orðinu þegar
hann skynjar hversu þröngsýn, sjálfhverf og absúrd athugasemd hans er.
Hann stillir sér – og lesendum/áheyrendum – að minnsta kosti nánast upp
við vegg þegar hann spyr að lokum:
Hvað er maður lengi morðingi?
Hvað er maður lengi maður?
Andspænis ópersónulegu upphafi ljóðsins þar sem morðinginn er nafnlaus
og allt að því ,ævisögulaus‘, einn meðal allra hinna, verður hann í lokin ekki
greindur frá þeim og er þá jafnframt að sínu leyti persónugerður – með
ópersónulega fornafninu „maður“! Tvíræðni þess í lokaspurningunum ýtir
undir að lesendur hugsi þá hugsun sem nokkru skiptir í samskiptum manna:
,maður sjálfur‘ er maður – homo – hvort sem um er ræða þann sem sannan-
lega hefur framið glæp eða hina. Og þrítekning orðsins „maður“ þar sem
einræð merkingin í lokin orkar líkt og löðrungur á þanka og kenndir, kann
að kynda undir að einhverjir horfist í augu við sjálfa sig líkt og ljóðmælandi
og spyrji spurninga í þessum dúr: Hvers konar maður er maður, sjái maður
bara morðingja í öðrum manni? Lýkur nokkurn tíma ábyrgð manns á manni
sjálfum og eigin gerðum?
Concepts: The Role of the Sensory-Motor System in Conceptual Knowledge“,
Cognitive Neuropsychology, 22: 3–4/2005, bls. 455–479, og Marco Iacaboni, „Under-
standing Others: Imitation, Language, Empathy“, Perspectives on Imitation, ritstj.
Susan Hurley og Nick Chater, Cambridge MA: MIT-Press, 2005, bls. 77–100.