Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 66
66
BERGLJÓT SOFFÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
III
Of lítið hefur verið um að nýr mannskilningur samtímavísinda hafi skilað
sér inn í íslenska bókmenntaumræðu. Hér hefur meðal annars verið gerð
tilraun til að greina líkamnaða reynslu af því að lesa ljóð. Lesandinn hefur
ekki síst verið í forgrunni og því skal minnt á að ég sagði í upphafi að í
bókinni, Ljóð af ættarmóti, væru ýmis ljóð sem tengja mætti efnahagshruninu
2008 og afleiðingum þess. Uppistaðan í bókinni munu þó vera ljóð samin á
árunum 2002–2008 eða áður en hrunið varð.23 Það má jafnt hafa til marks um
næmi ljóðskáldsins, kynngi ljóðlistarinnar og þátt lesandans í sköpun hennar
hversu vel þau eiga við eftir hrun.
ÚTDRÁTTUR
„Ég get ekkert sagt.“ Skáldskapur og hrun
Greinin fjallar um fáein ljóð úr bók Antons Helga Jónssonar, Ljóð af ættarmóti
(2010). Þau eru tengd efnahagshruninu árið 2008 og greind, ekki síst með hliðsjón af
áhrifum þeirra á lesanda. Ýmsar hugmyndir úr hugrænum fræðum, t.d. um húmor/
íróníu, líkindi og eftirlíkingu/hermun, eru nýttar við greininguna og þannig dregið
fram að reynsla mannsins er líkömnuð, líka reynsla hans af ljóðum.
Lykilorð: Ljóð af ættarmóti, hrunið, húmor/írónía, líkindi, eftirlíking/hermun.
ABSTRACT
„I can‘t say anything“, Poetry and Crash
In the article I discuss a few poems from Anton Helgi Jónsson‘s book, Ljóð af ættar-
móti (Poems From a Family Gathering 2010). They are read in terms of the economic
collapse of 2008 and its consequenses, keeping the focus simultaneously on their
possible impact on the reader. Various ideas from cognitive science, e.g. on humor/
irony, analogy and imitation/simulation are used in analyzing the poems and thus
it is shown that human experience, including the experience of reading poetry, is
embodied.
Keywords: Poems From a Family Gathering, the crash, humor/irony, analogy, imitation/
simulation.
23 Munnleg heimild; samtal við Anton Helga Jónsson, 26. febrúar 2011.