Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 67
67
Guðni Elísson
Við ysta myrkur
Forboðnir listar í ljóðum eftir Sjón
„Mar, sæði og tíðablóð“
Sjón: „Kleprafegurð – Fánar Evrópu …“, bls. 116.
Sigurjón B. Sigurðsson, öðru nafni Sjón, hefur lengi verið þekktur fyrir myrkt
hugarflug sitt. Hann er öðrum þræði skáld undurs, hryllings og ógna, og það
á ekki einungis við um sagnagerð hans, bækur eins og Stálnótt (1987), Augu
þín sáu mig (1994), Með titrandi tár (2001) og Rökkurbýsnir (2008), heldur
einkennir ljóðagerð hans alla, frá útgáfu Sýna (1978) til söngs steinasafnarans
(2007). Þó að sögur Sjóns og kvikmyndahandrit hafi verið lesin sem fantasíur
og hrollvekjur,1 verður það naumast sagt um ljóð hans.2 Hér verður leitast
við að sýna hvernig ljóðskáldið Sjón vekur með lesanda sínum skilning á öllu
því sem í heimi hans liggur rétt undir yfirborði hversdagsins, undrinu sem
getur í senn verið dásamlegt og skelfilegt. Hvaða fagurfræðilegu hlutverki
gegna ,svipirnir‘ í ljóðunum, sú undursamlega og stundum ógnvænlega
skrúðfylking sem gengur fylktu liði frammi fyrir augum lesandans?
Franski súrrealistinn André Breton var framan af ein helsta fyrirmynd
Sjóns.3 Michel Carrouges heldur því fram að Breton stilli vofunni eða
1 Sjá t.d. Úlfhildur Dagsdóttir, „Augu þín sáu mig“, Heimur skáldsögunnar, ritstj.
Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 2001,
bls. 314–328; Úlfhildur Dagsdóttir, „Skyldi móta fyrir landi? Af leirmönnum, varúlf-
um og víxlverkunum“, Skírnir, 176. árg. (haust) 2002, bls. 439–464; Guðni Elísson,
„Undir hnífnum. Fagurfræði slægjunnar og Reykjavík Whale Watching Massacer“, Rit-
ið, 2/2010, bls. 67–96.
2 Skilningurinn á tengslum ljóðagerðar Sjóns við hrollvekjuhefðina er vissulega fyr-
ir hendi. T.d. sýndi Úlfhildur Dagsdóttir það frumkvæði á vormánuðum 2010 að
stilla ljóðabókinni myrkum fígúrum (1998) upp innan um hefðbundnari hryllingsbók-
menntir í kynningu Aðalsafns Borgarbókasafnsins á bókmenntagreininni.
3 Sjón hefur víða rætt áhrif Andrés Breton á skáldskap sinn. Hann heimsótti Elísu,
ekkju hans, og hefur ort minningarljóð um skáldið. Sjá „Veður“, Tímarit Máls og
menningar, 47. árg., 2. hefti 1986, bls. 135.
Ritið 2/2011, bls. 67–84