Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 70
70
GUÐNI ELÍSSON
Hann birtist líka í sjötíu kílóum af verðmætasta kryddi veraldar, saffrani,9 og
í því fjalli af skinnum, lambakjöti og hænsnfuglum sem rís upp af baki asnans
Atlasar, sem líkt og asnakjálkinn nafni hans í grískri goðafræði axlar byrðar
heimsins (án þess þó að gera sér grein fyrir því). Í öllum þessum hvers-
dagslegu hlutum búa svipir guðdómsins, krampakennd fegurð hins óvænta.
Sá fábrotni flóamarkaður sem rís af baki asnans og ber í sér guðdómlega
skírskotun er áréttaður frekar í öðru ljóði í myrkum fígúrum sem einnig ber
nafnið „fez instamatic“, en þar dottar guð (eða hugsanlega heilagur andi)
yfir hversdagslegustu hlutum:
guð dottar
yfir kanildúfunum
guð dottar
yfir skóm úr plasti
yfir glitrandi tvinnakeflum
yfir bleikum sælgætismolum
guð dottar
undir lúsugum hundsþófunum
undir mósaiklögðum borðum
undir svuntu slátrarans
guð dottar
með kanildúfunum10
Kanildúfur, plast, tvinnakefli, sælgætismolar, lúsugir hundsþófar, mósaiklögð
borð, svunta slátrarans. Hvað býr að baki þessari upptalningu?
Dagný Kristjánsdóttir hefur bent á að listar séu „merkingarbærir sem
slíkir. Þeir miðl[i] tilfinningu af röð og reglu, skipulagi, úrvali, forgangs-
röðun. Það sem kemst á lista er mikilvægt – þó ekki sé fyrir annað en að hafa
komist á listann og verða þar með hluti af úrvali og forgangsröðun.“11 Listar
Sjóns virðast þó gegna öðru hlutverki en þeir hefðbundnu listar sem Dagný
vísar til, jafnvel þeir sem mynda nógu röklega heild til að vera liðtækir á
9 Saffran kostar talsvert meira en þyngd sína í gulli.
10 Sjón, myrkar fígúrur, bls. 33.
11 Dagný Kristjánsdóttir, „Ungfrúin góða eða húsið …“, Ritið, 1/2001, bls. 41–56, hér
bls. 42–43.