Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 75
75
VIÐ YSTA MYRKUR
Hugmyndin var útbreidd í dulspeki undir lok nítjándu aldar og á fyrri hluta
tuttugustu aldar, því tímabili sem Sjón hefur lengst af horft til í leit að fyrir-
myndum í skáldskap. Yfir súrreal-listum Sjóns býr goðkynngi af því tagi
sem Benedikt gerir að umræðuefni. Þeim er ætlað að opna nýjar víddir eða
gáttir yfir í undursamlega heima, handan þeirra sem skynfærin fimm nema,
en skáld eiga það sammerkt með seiðskröttum og nornum að fella sig illa
við hugmyndina um fjarlæga guði. Nægir hér að nefna þá goðkynngi (eða
kannski inntal) sem knýr góleminn áfram í gyðinglegri þjóðtrú, en eins og
Úlfhildur Dagsdóttir hefur bent á, er viðfangsefni skáldsögunnar Augu þín
sáu mig20 sótt þangað. Góleminn er gervimaður, mótaður úr leir og „lífgaður
með tungumáli, bókstöfum og orðum. Og þetta tungumál er ekki hvaða
mál sem er, en samkvæmt hinum gyðinglega mystísisma eða Kabbalah er
heimurinn skaptur úr hinum tuttugu-og-tveimur bókstöfum Hebreska [svo]
stafrófsins“.21
Þeir listar sem ætlað er að vekja dottandi öfl kallast gjarnan særing og
sumir listar goðkynnginnar eru varhugaverðari en aðrir. Í „fórnargjöfum
handa 22 reginöflum“ birtist okkur enn einn listinn. Þar bruggar ljóðmæl-
andi goðunum ógeðsdrykk svo þau verði ekki „of góð með sig og lítt nothæf“
svo vitnað sé í orð Sjóns um ljóðið.22 En skírskotanir ljóðsins eru ekki aðeins
sóttar í samtímann, í ógeðsdrykki á borð við þá sem Auddi og Sveppi gerðu
vinsæla meðal íslenskra unglinga í þættinum 70 mínútur.23 Talan tuttugu og
tveir birtist hér aftur og vísar í gyðinglegar launhelgar, en í kabbalafræðum
liggja einnig tuttugu og tvær leiðir milli hinna tíu eiginda eða birtingarmynda
einnig umræðu Jacqueline Chénieux-Gendron um tengsl súrrealisma og galdurs í
Surrealism, bls. 6–7, og greiningu á tengslum súrrealisma og launhelga í bók Michels
Carrouges, André Breton and the Basic Concepts of Surrealism, bls. 10–66.
20 Sjón, Augu þín sáu mig, Reykjavík: Mál og menning, 1994. Titill skáldsögunnar er
sóttur í 139. Davíðssálm, en þar er inntali drottins lýst á áhrifamikinn hátt: „Því að
þú hefir myndað nýru mín, ofið mig í móðurlífi. Ég lofa þig fyrir það, að ég er undur-
samlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru
þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu
mig, er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn“ (Sl. 139.13–16).
21 Úlfhildur Dagsdóttir, „„ég vil að þið sjáið mig fyrir ykkur“: myrkar fígúrur, rauð-
ir þræðir og Sjón“: http://100.bokmenntir.is/hofundur.asp_cat_id=346&module_
id=210&element_id=516&author_id=82&lang=1 [sótt 22. júní 2011].
22 Ásgeir H. Ingólfsson, „Verkjapillur gegn dauðanum“, viðtal við Sjón í Lesbók Morg-
unblaðsins 22. desember 2007, bls. 3.
23 70 mínútur (2000–2005) var á dagskrá Popptívís. Umsjónarmenn voru Auddi (Auð-
unn Blöndal), Simmi (Sigmar Vilhjálmsson), Jói (Jóhannes Ásbjörnsson) og Sveppi
(Sverrir Þór Sverrisson).