Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 76
76
GUÐNI ELÍSSON
guðdómsins.24 Tilgangslítið er að reyna að skipa listanum í markvisst skýr-
ingakerfi, skírskotunum hans er fyrst og fremst ætlað að vekja tilfinningu
fyrir þeim guðum sem móttækilegir eru fyrir eftirtöldum gjöfum:
0. peli af leðurblökumjólk
I. gervireður úr tré og reipi
II. rotnandi svefnmúsafjölskylda
III. kúbein
IV. g-strengur úr lopa
V. rúlla af gullnum klósettpappír
VI. 777 svipuhögg með skóreim25
VII. kúkabrúnt silkiveski
VIII. golfsett úr mannabeinum
IX. gerðu–það–sjálfur „gúmmíhanska sett“
X. blótandi páfagaukur að nafni juliette
XI. fretblaðra og poki af kartöfluflögum
XII. bikar af muldu gleri
XIII. hópur af hungruðum sléttuúlfum
XIV. 93 tonn af auðguðu plútóni
XV. þriggjablaða rakvél og hálsbindi
XVI. dautt skinn af ökkla ballerínu
XVII. vélbyssa
XVIII. visnuð páfaeistu
XIX. hjörð af búlímískum uxum
XX. tannstöngull
XI. leðurblökuhellir26
Flestar þessar gjafir eru af þeim toga að lesandinn myndi ekki snerta þær
með kúbeini og jafnvel meinlausustu gjafirnar, s.s. þriggjablaða rakvélin og
hálsbindið láta á sjá í slíkum félagsskap, þar sem þau fá á sig skuggalega
merkingarauka endalokahyggju á borð við þá sem birtist í „þrettándagöngu“
24 Þær eru kallaðar sephiroth sem má útleggja sem upptalningu eða lista (hebr. ת ֹוריִפְס).
25 Talan 777 býr yfir sérstakri goðkynngi í dulspeki. Hún er ekki aðeins þrítekning
hinnar helgu tölu 7, sem frú Blavatsky gerir að umræðuefni í tímaritinu Theosophist í
júní 1880 („The Number Seven“, 1. bindi, bls. 232), heldur býr hún sjálf yfir dular-
magni eins og H.S. Green leiðir rök að í „The Number 777“ í sama tímariti í júní
1909 (30. bindi, bls. 326–330).
26 Sjón, „fórnargjafir handa 22 reginöflum“, söngur steinasafnarans, Reykjavík: Bjartur,
2007, bls. 26 og 27.