Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 81
81
VIÐ YSTA MYRKUR
varð gluggi
varð saltfiskur
varð krossfiskur
varð dýna
varð karfa
spegill
varð kista
*
fuglafit!
*42
Listinn er gátt yfir í annan heim, fitin galdrastafir, orðin merkingarvörður á
leið persónanna úr einu vitundarástandi í annað. Leikurinn leggst illa í kon-
una. Skyndilega skellir hún ljóðmælanda flötum og rekur hælinn milli liða í
mjóhrygg hans. Hún bindur hann síðan með skóreimunum (efnivið særing-
arinnar, ljóðsins) og svipast um „eftir glerbroti eða nagla“. Á meðan muldrar
hún: „ég skal sarga / af honum hausinn / og sparka út í ystu myrkur“.
Ljóðmælandi sífrar um það að úti í ysta myrkri sé „allt við það sama“,
bólugrafin:
tvíburasystkini drottna yfir öllu. sitjandi á fjalli af visnuðum
eistum og eggjastokkum. gnístandi tönnum
af greddu. og lyfta ekki fingri nema til að grípa höfuð og
höfuð sem er fleygt til þeirra. þau halda þeim í greip sinni og hlæja að
fölum svipnum. hrækja gúlsopa af brennivíni milli augnanna. kveikja í.
og þeyta rakleitt til jarðar á ný. (hátíðlega)43
Það er ekki síst með listanum sem Sjón frelsar lesandann úr fjötrum hins
vanabundna. Handahófskenndar myndir, særðar fram úr skóreimum,
vekja með honum skilning á einhverju nýju og ógnvænlegu. Flogakennd
fegurð myndanna kann að má út persónuleikann fyrir fullt og allt, en er
42 Sjón, „höfuðlausn“, myrkar fígúrur, bls. 48.
43 Sjón, „höfuðlausn“, myrkar fígúrur, bls. 49–50. Michel Carrouges fjallar í löngu
máli um drauga og svipi handanheimsins (eða verur undirheima) í André Breton and
the Basic Concepts of Surrealism, sjá t.d. bls. 30–39.