Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 82
82
GUÐNI ELÍSSON
ómótstæðileg hverjum sem kemst í kynni við hana. Og þótt ljóðmælandi
sleppi með skrekkinn, því að konan ákveður að láta hann lausan eftir að
hann lofar „að taka annan leik / næstu nótt / * /með mínum skóreimum
/ á tröppum þjóðarbókhlöðunnar“,44 eru skilyrði lausnarinnar forvitnileg.
Ljóðmælandinn fær að vera við stjórnvölinn í næstu umferð, nota sínar eigin
reimar. Skilgreiningarvaldið verður þá líklega einnig hans, því að myndmálið
sprettur úr hans eigin efnivið, tilheyrir fyrst og fremst honum. Hann og
konan ætla líka að hittast hjá húsi orðsins sem herðir enn frekar á tengslum
leiksins við særinguna sem býr í mætti ljóðsins og einnig á tengslum spunans
sem sprettur úr reimum skáldsins við bókmenntahefðina (úr orðmyndunum
sprettur ný höfuðlausn). Ef sú er raunin beinist hugur lesandans líklega
einnig að öðru íslensku höfuð-skáldi sem glímdi við göldrótta konu í fugls-
líki, fékk sigur og hélt haus í ljóði.45
Í ljóðinu „Kleprafegurð – Fánar Evrópu …“, sem vísað er til í einkunnar-
orðum greinarinnar, sést glöggt hversu flóknar allar skírskotanir verða sé
litið undir yfirborðið. „Mar, sæði og tíðablóð“. Hvað merkir þessi listi? Er
lesandinn einhvers vísari hafi hann táknlykilinn undir höndum? Skáldið
afhendir hann fúslega, strax í upphafi ljóðsins: „HÉR ER LYKILLINN:
Gult=Þvag, Rautt=Tíðablóð, Blátt=Mar, Grænt=Gröftur, Hvítt=Sæði,
Svart=Fílapensill“.46 Merkingin felst því ekki í lausn gátunnar líkt og svo oft
virðist raunin í ríkjandi straumum nútímaljóðlistar eins og hún hefur þróast
hér á landi frá stríðslokum, þar sem hlutverk lesandans er gjarnan að ráða í
verkið og finna lykilinn að túlkuninni. Í ljóði Sjóns er hinu móderníska túlk-
unarferli snúið á haus.
„Ísland: Mar, sæði og tíðablóð“ – eða blár, hvítur og rauður. Þetta eru
sömu litir og í norska fánanum, en röðin er önnur („Noregur: Tíðablóð,
sæði og mar“). Og hvers vegna er táknkerfi breska og franska fánans hið
sama og fósturjarðarinnar? („Stóra Bretland: Mar, sæði og tíðablóð / Frakk-
land: Mar, sæði og tíðablóð“).47 Í táknkerfi Sjóns ríkja litirnir einir, þar hefur
merking íslenska krossins tapast, en ýmislegt annað virðist einnig hafa farið
forgörðum. Franska litakerfið stendur svo dæmi sé tekið fyrir ýmiss konar
merkingu eftir því hvar dorgað er, þótt táknmiðin séu jafnan svipuð eða þau
sömu. Stundum tákna litirnir hinar þrjár frönsku stéttir kirkju (hvítur), aðals
44 Sjón, „höfuðlausn“, myrkar fígúrur, bls. 51.
45 Egils saga, kaflar 34 og 35.
46 Sjón, „Kleprafegurð – Fánar Evrópu …“, Af steypu, ritstj. Eiríkur Örn Norðdahl og
Kári Páll Óskarsson, [Reykjavík]: Nýhil, 2009, bls. 116.
47 Sjón, „Kleprafegurð – Fánar Evrópu …“, bls. 118.