Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 85
85
Helga Kress
Söngvarinn ljúfi
Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson
Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, „Ég bið að heilsa“, er sonnetta, sú fyrsta
á íslensku. Orðið er komið úr ítölsku, „sonetto“, sbr. „suono“, hljómur,
ómur, lat. „sonus“, enska „sound“ og íslenska orðið „sónn“,1 og merkir með
smækkunarendingunni „etto“, lítill söngur, lágvær hljómur.2 Hátturinn, sem
einnig hefur verið kallaður „sónháttur“ á íslensku, er upprunninn á Ítalíu á
fjórtándu öld og breiddist þaðan út í ýmsum tilbrigðum, m.a. til rómantísku
skáldanna í Evrópu á 19. öld. Einkenni háttarins eru fjórtán ellefu atkvæða
ljóðlínur sem í ítölsku sonnettunni skiptast fyrst í tvær ferhendur og síðan
tvær þríhendur. Rímskipan er oftast abba, abba og cdc, dcd, en ýmis afbrigði
koma fyrir, einkum í þríhendunum.3
Orðið söngvari líkar okkur ekki
Kvæðið orti Jónas í Sórey snemma vors 1844 og sendi það félögum sínum
í Höfn til birtingar í Fjölni.4 Það hljóðar svo í eiginhandarriti sem varðveist
1 Orðið er svo skilgreint í Íslenskri orðsifjabók: „Sonnetta kv. 19. öld ‘sérstakur (suðrænn)
bragarháttur, sónháttur’. T[öku]o[rð], líklega úr d. sonet, ættað úr ít. sonetto, af ít.
suono, lat. sonus‚ hljómur. Sjá sónata og sónn.“ Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orð-
sifjabók, Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989, bls. 928–929. Hér má einnig benda á
nafnið „Són“ á öðru kerjanna sem varðveitir skáldamjöðinn í Snorra-Eddu og sýnir
að forn merking orðsins tengist skáldskap. Edda Snorra Sturlusonar, ritstj. Finnur
Jónsson, Reykjavík: Sigurður Kristjánsson, 1907, bls. 113–117.
2 Sbr. A Dictionary of Modern Critical Terms, ritstj. Roger Fowler, London: Routledge,
1987, undir uppsláttarorðinu „Sonnet“, bls. 228; einnig Paul Oppenheimer, „The
Origin of the Sonnet“, Comparative Literature, 4/1982, bls. 289–304, hér bls. 291–292.
3 Um einkenni og útbreiðslu háttarins, sjá m.a. Hugtök og heiti í bókmenntafræði, ritstj.
Jakob Benediktsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mál og
menning, 1983, undir uppsláttarorðinu „Sonnetta“, bls. 257; einnig Óskar Ó. Hall-
dórsson, Bragur og ljóðstíll, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1972, bls. 74–76.
4 Kvæðið hefur Jónas sennilega sent Brynjólfi Péturssyni með bréfi, dagsettu á Saurum
á páskadag 1844, fremur en með orðsendingu frá 2. apríl, þótt hann nefni það ekki,
Ritið 2/2011, bls. 85–107