Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 89
89
SÖNGVARINN LJÚFI
sem hann kallar ‘Ég bið að heilsa’ og var það tekið með öllum atkvæðum“.10
Á sama fundi var Brynjólfur valinn forseti „fyrst um sinn“ og falið að sjá um
það sem eftir væri af prentun Fjölnis.11 Ekki er þess getið í fundargerðinni að
valin hafi verið nefnd til að lesa kvæði Jónasar og gera við það athugasemdir
sem þó var vant. Þegar Jónas kemur til Kaupmannahafnar frá Sórey að kvöldi
6. maí 1844 er prentun 7. árgangs Fjölnis á lokastigi eða jafnvel lokið,12 en þar
birtist kvæði hans undir ritstjórn þeirra Konráðs og Brynjólfs, svo breytt frá
eiginhandarritinu (orðabreytingar eru hér feitletraðar):
ÉG BIÐ AÐ HEILSA!
Nú andar suðrið sæla vindum þíðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi Ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði;
kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði,
blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr, sem fer
með fjaðra bliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
10 Sbr. „Fundabók Fjölnisfélags“, JS 516, 4to, á Landsbókasafni. Fundargerðir félags-
ins birtust stafréttar í nokkrum heftum Eimreiðarinnar 1926–1927 undir ritstjórn
Matthíasar Þórðarsonar; hér „Fundabók Fjölnisfélags“, Eimreiðin, 1/1927, bls. 89. Þar
sem stafsetning fundabókanna er mjög óregluleg er hún hér færð til nútímahorfs.
11 „Fundabók Fjölnisfélags“, Eimreiðin, 1/1927, bls. 90. Þann 13. apríl var Brynjólfur enn
á leið heim, enda kallaður „sýslumaðurinn“ í fundargerð, og var því aðeins valinn til
bráðabirgða. Á næsta ársfundi, 27. apríl, var hann valinn forseti fyrir næsta ár með fjórum
atkvæðum, en sex voru á fundi. „Fundabók Fjölnisfélags“, Eimreiðin, 2/1927, bls. 182.
12 Um komutíma Jónasar til Kaupmannahafnar, sjá bréf hans til Konráðs Gíslasonar,
dagsett á Saurum 2. maí 1844, þar sem hann segist koma til Hafnar „á mánudags-
kvöldið kemur“, sem mun hafa verið 6. maí. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og
dagbækur), bls. 208. Sjá einnig Matthías Þórðarson, „Ævi og störf Jónasar Hallgríms-
sonar“, Rit eftir Jónas Hallgrímsson V, Matthías Þórðarson bjó til prentunar, Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja, 1937, bls. CLXII. Fimm dögum síðar, eða sunnudaginn 12.
maí, segir Brynjólfur frá því í bréfinu til Þórðar Jónassen sem áður er vitnað til, sbr.
nmgr. 7, að Fjölnir sé „nú búinn til ferðar“ (bls. 56).