Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 92
92
HELGA KRESS
gangsorðum að Kvæðum Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti rekur Einar
Ólafur Sveinsson vorboðann til málhreinsunarstefnu Konráðs sem hafi þótt
söngvarinn of danskur. Um athugasemdirnar í bréfi Brynjólfs til Jónasar frá
10. apríl 1844 segir Einar Ólafur, reyndar án þess að geta heimildar:
Frá Konráði fær hann tvær athugasemdir, og hann tekur báðar upp.
Önnur er um orðið „söngvarinn“; þykir Konráði það of slitið í dönskum
kvæðum samtímans? Nokkuð er, hann vill ekki hafa það, hann stingur
upp á orðinu „vorboðinn“. Jónas þarf ekki að hugsa sig um, orðið er rétt,
fullkomið í kvæðinu.18
Samkvæmt þessu þarf Jónas ekki einu sinni að hugsa sig um en hlýðir Konráði
sem eins og yrkir í gegnum hann og hefur fundið hið rétta, fullkomna orð.
Í eiginhandarritinu flýgur farfuglinn hátt um vegarleysu, þ.e. um veg
sem ekki er til (vegurinn er í eintölu, einn vegur, ein leið, en í „vegaleysu“
prentuðu gerðarinnar eru þeir komnir í fleirtölu og því um marga að velja)
og kemur niður „í lágan dal“. Þessar andstæður hátt: lágt koma oft fyrir í
kvæðum Jónasar, ekki síst í landslagi sem liggur lágt milli hárra fjalla og
er á einhvern hátt eftirsóknarvert, ef ekki heilagt. „En lágum hlífir hulinn
verndarkraftur / hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur“, segir í „Gunnars-
hólma“ þar sem hólminn er jafnframt táknmynd fyrir Ísland allt. 19 Svipaðrar
sönnu merkingu. Í grein sinni „The Music of Poetry“ fjallar T.S. Eliot um það sem
hann kallar „a musical poem“ og felur í sér tvo óaðskiljanlega þætti í kvæðinu, annars
vegar hrynjandinnar/hljómsins og hins vegar myndmálsins/merkingaraukans. Hann
segir: „[. . .] a ‘musical poem’ is a poem which has a musical pattern of sound and a
musical pattern of the secondary meanings of the words which compose it, and that
these two patterns are indissoluble and one.“ Sbr. T.S. Eliot, „The Music of Poetry“
(1942), On Poetry and Poets, London: Faber and Faber, 6. útgáfa, 1971, bls. 26–39, hér
bls. 33.
18 Einar Ól. Sveinsson, „Inngangsorð“, Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls.
viij–xiv, hér bls. xiij. Engin heimild er til fyrir því að það hafi verið Konráð sem stakk
upp á orðinu „vorboðinn“ þótt svo megi vel vera. Þá gleymir Einar Ólafur að nefna
hina athugasemdina sem hann segir að Jónas hafi fengið frá Konráði og farið eftir.
19 „Gunnarshólmi“, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóð og lausamál), ritstj. Haukur
Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989,
bls. 79. Um átök þess lóðrétta og lárétta í verkum Jónasar, sjá grein mína, „Sáuð þið
hana systur mína? Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar og upphaf íslenskrar sagnagerð-
ar“, Skírnir, 2/1989, bls. 261–292, einkum bls. 267–268 , 278–279 og nmgr. 48, bls.
291; endurpr. í Helga Kress, Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu
og Undir Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson, ritstj. Sveinn Yngvi
Egilsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2007.