Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 93
93
SÖNGVARINN LJÚFI
merkingar er einnig græni liturinn á landslaginu, eins og t.a.m. á Tómasar-
haga í kvæðaflokknum „Annes og eyjar“ sem undir Tungnajökli er „algrænn
á eyðisöndum“.20 Í eiginhandarriti „Ég bið að heilsa“ kemur farfuglinn fyrst
í „grænan“ dal sem Jónas hefur strikað yfir og skrifað „lágan“ í staðinn. Þetta
er eina yfirstrikunin í handritinu og því marktækari sem niðurstaða skálds-
ins en rómurinn í stað orðanna blíðu í fyrstu línu annars erindis sem ekki
eru yfirstrikuð. Í prentuðu gerðinni er dalurinn þó hvorki grænn né lágur,
heldur er þar kominn „sumardalur“. Með þessum orðum, „vorboðanum“ og
„sumardalnum“, sem hvorugt er í frumgerðinni, er fuglinn látinn boða vor á
miðju sumri.
Bent hefur verið á að orðið „sumardalur“ kunni að vera komið úr
„Landkostunum“, íslenskri þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá á kvæði eftir
norska skáldið Claus Frimann, og breytingin gagnrýnislaust eignuð Jónasi
án þess að athuga hvernig hún fellur að kvæðinu í heild.21 Það má vel vera
að kveikjan að orðinu sumardalur sé komin úr þýðingu Jóns á Bægisá, en þá
frekar frá Konráði Gíslasyni sem hefur staldrað við orðið þegar hann, ásamt
Gísla Thorarensen, tók saman yfirlit yfir íslenskar bækur ársins 1842 fyrir
20 Sbr. „Tindrar úr Tungnajökli“, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóð og lausamál),
bls. 256. Kvæðið er nafnlaust í eiginhandarriti, sbr. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í
eiginhandarriti, bls. 286. Í útgáfu Matthíasar Þórðarsonar hefur því verið gefið nafnið
„Tómasarhagi“. Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira), Matthías
Þórðarson bjó til prentunar, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1929, bls. 127.
21 Sbr. Steingrímur J. Þorsteinsson, „Hvernig urðu ljóð Jónasar til?“, Nýtt Helgafell,
3/1957, bls. 111–126, en þar segir á bls. 124–125 að Jónas hafi oft breytt kvæðum sín-
um sem ljóst sé af handritum hans „og bregst varla, að hann hafi þá vikið þeim til betri
vegar“. T.a.m. breyti hann „söngvarinn“ í „vorboðinn“ og „grænan dal“ í „lágan dal“,
„unz hann finnur loks hið rétta orð ‘sumardal’“. Það orð hafi hann „vafalítið lært af séra
Jóni Þorlákssyni á Bægisá, er þýddi m.a. kvæði eitt eftir norska skáldið Claus Frimann
[. . .], ‘Minn sumardalur, þökk sé þér’“. Um kvæðið „Landkostina“, sjá Íslensk ljóðabók
Jóns Þorlákssonar prests að Bægisá, fyrri deild, ritstj. Jón Sigurðsson, Kaupmannahöfn:
Þorsteinn stúdent Jónsson, 1842, bls. 239. Á sömu skoðun um orðið „sumardalur“
er Einar Ólafur Sveinsson sem telur það fullkomna kvæðið til viðbótar vorboðanum
sem Konráð fann, sbr. áðurnefnd „Inngangsorð“, bls. xiij. Um „sumardalinn“ sem
breytingu til bóta, má enn nefna Dick Ringler og Áslaugu Sverrisdóttur sem telja nýja
lesháttinn „mun hljómmeiri og skáldlegri“, sbr. „Með rauðan skúf“, Skírnir, 2/1998,
bls. 279–306, hér bls. 296; endurpr. í Undir Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas
Hallgrímsson. Á sömu blaðsíðu ræða þau fleiri breytingar sem að þeirra mati bæta allar
kvæðið. Að „haf og land“ verður „hæð og sund“ gerir „ljóðið hlutkenndara“, fleirtalan
í vegaleysa er „kraftmeira en eintalan“, og að bárurnar kyssi í stað þess að leiða er
„eindregnari“ lesháttur „og tjáir meiri ástúð“. Þá halda þau með þeim Brynjólfi og
Konráði varðandi söngvarann sem þeir kunni að hafa verið „andvígir [. . .] einfaldlega
vegna þess að orðið er fremur tilþrifalaust“ (bls. 293).