Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 96
96
HELGA KRESS
því gengið manna á milli.31 Það er ort í orðastað konu sem í því er látin svara
Jónasi í eins konar mótmynd: „Líka var ég píka í peysu, / pilturinn minn varst
ekki þú. / Ástin sumra fær eiturkveisu, / erlendis gleyma mey og trú. / Ég á mér
sögu, stirðan stúf. / Starðu ekki á mig með grænan skúf.“32 Í þessu kvæði er
skúfurinn grænn eins og í eiginhandarritinu og í því koma enn fremur fyrir orð
sem kallast á við það en eru horfin í prentuðu gerðinni, eins og „blíðmælin“,
þ.e. orðin blíðu, sem konan saknar, auk þess sem orðin „söngur“ og „syngja“
um skáldskap koma fyrir sem leiðarminni í svo til hverju erindi og kankast á
við söngvarann ljúfa.
Harður kostur
Fjölnismenn voru mjög uppteknir af því hvernig fara skyldi með verk sem
Fjölni bárust til birtingar og í lögum þeirra er sérstök grein þar að lútandi
sem svo hljóðar:
16. gr. Sérhver grein, sem ætluð er í rit vort, er fyrst lesin á lögmætum
fundi, og ef henni er veitt viðtaka, þá er hún tekin annaðhvort skildagalaust,
eða með því skilyrði, að nokkru sé breytt. Síðan er kosin þriggja manna
nefnd að grandskoða greinina, að höfundi viðstöddum, ef hann vill og
getur, og segir nefndin honum, hvar sér þyki umbóta þörf, og hverra, ef
mína með gamla Fjölni, því ég vissi ég mundi ekki heldur en vant er skrifa mörgum.“
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dagbækur), bls. 213–214. Í bréfi til Brynjólfs
Péturssonar, dagsettu á Saurum á páskadag 1844, biður Jónas hann að segja sér frá
skipaferðum: „En hvað líður nú skipaferðum, heillakarl! Mér ríður á að vita það sem
greinilegast.“ Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dagbækur), bls. 204. Eins og
áður er nefnt, sbr. nmgr. 4, kynni hann að hafa sent „Ég bið að heilsa“ með þessu
bréfi því í svarbréfinu frá 10. apríl 1844 þakkar Brynjólfur honum fyrir vísuna um
leið og hann gefur upplýsingar um skipaferðir. Hann skrifar: „Ég þakka þér fyrir til-
skrifin bæði og fyrir vísuna, því sjá það var allt gott. Þú vilt vita sem greinilegast hvað
skipaferðum líður […].“ Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 48. Brynjólfur gefur Jónasi
síðan nákvæmar upplýsingar um ferðir skipa til Íslands. Með einhverju þeirra hefur
Jónas sent annað eintak af eiginhandarriti kvæðisins til óþekkts viðtakanda á Íslandi.
31 Ólafur Halldórsson telur að uppskriftirnar tvær, JS 268, 4to (á Landsbókasafni) og
Þjms 12056 (á Þjóðminjasafni) séu báðar eiginhandarrit höfundar, en það getur varla
verið því að skriftin á þeim er mjög ólík. „Athugasemdir og skýringar“, Kvæði Jónasar
Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls. 312.
32 Sbr. uppskriftina í JS 268, 4to. Þótt kvæðið sé ort í orðastað konu er ekki þar með sagt
að það sé eftir konu eins og Ólafur Halldórsson telur að verið geti, sbr. „Athugasemd-
ir og skýringar“, bls. 312, og þau Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir staðhæfa. Þá
ályktun draga þau m.a. af varðveislu þess í kvæðasafni Kristrúnar Jónsdóttur, Lbs 4732,
4o, og þar með að hún sé höfundurinn. Sbr. „Með rauðan skúf“, bls. 303–304.