Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 97
97
SÖNGVARINN LJÚFI
henni hugsast það. Jafnan þegar einhverri grein hefur verið breytt, er hún
lesin á fundi í annað sinn, og skýrt frá, hverju breytt sé, og af hverjum
rökum, þar sem þess þykir þurfa. Nú er grein með skildaga tekin, og lætur
höfundur sér það líka, en kemur sér ekki saman við nefndina, þá sker
félagið úr, hvort það vill hafa greinina með þeim breytingum, sem gerðar
eru. Í kvæðum eða ritgerðum fjarlægra manna verður engu breytt, nema
þeirra sé leyfi til.33
Samkvæmt lögunum þarf verk sem Fjölni berst að fara í gegnum mikið og
formlegt ferli. Það er fyrst lesið upp á fundi sem annaðhvort hafnar því eða
samþykkir „skildagalaust“ eða með „skildaga“, þ.e. að því megi breyta. Ef
verki var veitt viðtaka var kosin þriggja manna nefnd til að „grandskoða“
verkið og breyta því til bóta ef þörf var á. Skyldi það gert í samráði við
höfund. Að því loknu var það lesið upp á fundi í annað sinn og breytingar
útskýrðar. Ef höfundur samþykkir ekki breytingarnar á verki sem tekið
hefur verið með skildaga ræður fundur hvort verkið verður birt með breyt-
ingum nefndarinnar eða það verður ekki birt. Þótt tekið sé fram að engu
megi breyta í fjarveru höfunda virðast þeir réttlausir. Verk þeirra sem tekið
var með skildaga mátti birta með breytingum nefndarinnar hvort sem höf-
undur hafði samþykkt þær eða ekki. Munurinn á skildaga og skildagalaust
reyndist í raun mjög óljós eins og fram kemur í umræðum.
Þessi lagagrein var lengi í mótun og um hana spunnust miklar umræður
þar sem Jónas hélt fram rétti sínum til að taka verk sitt til baka ef honum
sýndist. Á fundi 4. febrúar 1843 lagði hann fram nokkur „útlögð“ kvæði
eftir Schiller og „áskildi sér eftir lögunum að vera við þegar þriggja manna
nefndin dæmdi um kvæðin“. Honum hefur þótt ástæða til að taka það fram.
Brynjólfur var ekki ánægður með að fá útlögð kvæði, vildi að Jónas „hefði
fyrst komið með frumkveðin kvæði, því þau myndu menn heldur kjósa“, en
„Jónas kvaðst ráða hvað hann biði fyrst, og tækju menn það annaðhvort eða
ekki“. Síðan las hann upp útlagt kvæði eftir Schiller sem hann bað menn
„að taka […] eða fella“.34 Eftir nokkrar umræður ákvað fundurinn að taka
útlögðu kvæðin þrjú eftir Schiller og var kosin nefnd til að skoða þau. Að
33 Sbr. „Lög Fjölnismanna hinna yngri“, Eimreiðin, 3/1927, bls. 289–291, hér bls. 290.
Lögin eru ekki dagsett og ekki er vitað hvenær, eða jafnvel hvort, þau voru formlega
samþykkt í heild, en það myndi hafa verið síðla vors 1843. Umræður á fundum voru
svo til eingöngu um 16. grein. Sjá einnig grein Björns M. Ólsen, „Konráð Gíslason“,
Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags, 1891, bls. 1–96, hér bls. 95–96.
34 „Fundabók Fjölnisfélags“, Eimreiðin, 3/1926, bls. 269.