Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 103
103
SÖNGVARINN LJÚFI
fannst ýmist „of kímilegur“, „kátlegur“, „eiendommelig“ eða „skrítinn“,50
ef þeir þá skildu hann yfirleitt. Þetta má m.a. lesa út úr bréfi frá Brynjólfi
til Jónasar, dagsettu í Kaupmannahöfn 11. mars 1844, þar sem hann hafnar
kvæðinu „Alsnjóa“ sem Jónas hafði sent honum frá Sórey af því hann skilur
það ekki og treystir sér ekki til að breyta. Hann ber það því ekki undir fund
í Fjölnisfélaginu eins og önnur kvæði eftir Jónas sem samþykkt voru og sett
í nefnd til skoðunar – og breytinga. Brynjólfur ritar:
Vísuna „Alsnjóa“, hefi ég ekki viljað lesa upp, og ber það til þess, að þó hún
sé mikið skáldleg í rauninni, og ef til vill skáldlegust af þeim öllum, þá er
miðerindið so kátlegt, að ég naumast skil það, að minnsta kosti ekki seinni
partinn, „og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri“.51
Vandamálið er skáldskapurinn, sem Brynjólfur ræður engan veginn við. Það
er eins og hann átti sig ekki á að „blæjan breiða“ er jökulbreiðan sem hylur
jörðina og titill ljóðsins einnig vísar til. Kvæðið er of skáldlegt, og ekki nóg
með það heldur „skáldlegast“ af öllum og því hvort tveggja í senn óskiljan-
legt og kátlegt, þ.e.a.s. það víkur um of frá orðunum, einræðri merkingu
hins viðurkennda og opinbera tungumáls.52
Í rannsóknasögunni hefur verið litið á þetta kvæði sem ófullgert, þ.e. „upp-
kast“, orð sem gjarnan hefur verið haft um „Ég bið að heilsa“ í eiginhandarrit-
inu.53 Þessu mótmælir Sigurður Nordal í grein um „Alsnjóa“ og segir:
50 Sbr. t.a.m. bréf Brynjólfs til Jónasar, dagsett í Kaupmannahöfn 12. febrúar 1844, þar
sem hann segir frá viðbrögðum við „Dalvísu“ sem hann hafi lesið upp á fundi og félags-
mönnum fundist „falleg og skrítin“, en honum sjálfum „eiendommelig og original“.
Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 44. Kvæðið las Brynjólfur upp á fundi 20. janúar 1844, sbr.
fundargerð, en þar kemur ekkert fram um viðbrögð og heldur ekki hvort kosin hafi verið
nefnd til að skoða kvæðið. „Fundabók Fjölnisfélags“, Eimreiðin, 1/1927, bls. 84.
51 Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 46.
52 Þannig urðu bókmenntirnar á vissan hátt „keppinautur textafræðinnar“, eins og
Eiríkur Guðmundsson orðar það, „teymdu tungumálið frá nöktu veldi ræðunnar að
ótaminni tilveru orðanna, ‘óumræðilegum orðum’“, sbr. orðalag Konráðs í bréfi til
Jónasar (ekki Brynjólfs eins og misritast hefur hjá Eiríki), sbr. Eiríkur Guðmundsson,
Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif Íslendinga á átjándu og nítjándu öld með
hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault, Studia Islandica 55, Reykjavík: Bókmennta-
fræðistofnun Háskóla Íslands, 1998, bls. 96. Bréf Konráðs er dagsett í Kreischa 25.
júní 1844, skömmu eftir útkomu Fjölnis og gæti vísað til skoðanaskipta þeirra Jónasar
um orð í skáldskap. Bréf Konráðs Gíslasonar, Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar,
Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1984, bls. 94.
53 Orðið kemur fyrst fyrir í útgáfu þeirra Jóns Ólafssonar og Jóns Sigurðssonar frá
Kaldaðarnesi, í skýringum við kvæðið þar sem þeir taka fram, einnig fyrstir útgefenda,