Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Blaðsíða 105
105
SÖNGVARINN LJÚFI
uðu sig heldur ekki á því að „Ég bið að heilsa“ er sonnetta og að söngvarinn
sem þeim líkaði ekki er sonnettan sjálf.58
Í klassískri grein um uppruna sonnettunnar, „The Origin of the Sonnet“,
ræðir Paul Oppenheimer um einkenni hennar sem metatexta, sem „ávarpar
eigið form“,59 jafnframt því sem hann sér í henni upphaf nútímaljóðagerðar.60
Hvort tveggja má heimfæra upp á „Ég bið að heilsa“, fyrstu sonnettuna í
íslenskum bókmenntum. Í kvæðinu ávarpar skáldið söngvarann í bókstaflegri
merkingu og samsamar sig honum. Báðir eru þeir skáld og kveða kvæði,
ljóðsöngva þar sem tungumál og tónar fara saman.61 Orðið söngvari er ekki
bara orð sem skipta má út fyrir annað heldur heiti á tegundinni söngfugl.62
Í kvæðinu er hann miðlæg mynd sem önnur atriði þess flokkast undir, orðin
blíðu, hafið sem skilur, skáldskapurinn sem tengir, ásamt þránni eftir heima-
landinu og ástinni sem er uppspretta kvæðisins og aðeins hægt að tjá í sonn-
ettu, litlum söng farfuglsins. „Ég sendi kveðju mína“, segir Jónas um „Ég
bið að heilsa“ í bréfi til vinar síns sumarið 184463 þar sem kveðjan er kvæðið
og kvæðið er kveðjan og hverfist þannig um sjálft sig. Það er „fullgerð
58 Fyrirbrigðið heitir á fræðimáli „metonymia“, eða nafnskipti, og er vanalega skil-
greint sem orð sett í stað annars sem táknar skylt hugtak og er hluti af því samhengi
sem það er sprottið úr. Sbr. t.a.m. Hugtök og heiti í bókmenntafræði, bls. 185, undir
uppsláttarorðinu „Metonymia“; einnig C. Hugh Holman og William Harmon, A
Handbook to Literature (1936, 1960), 6. útgáfa, London og New York: Macmillan,
1992, bls. 291. Um nánari skilgreiningu, sjá Ulla Albeck, Dansk stilistik, bls. 122–123,
Hugh Bredin, „Metonymy“, Poetics Today, 1/1984, bls. 45–58, og Roman Jakobson,
„Tvær hliðar tungumálsins: myndhvörf og nafnskipti“, þýð. Kristín Birgisdóttir og
Nanna Bjarnadóttir, Spor í bókmenntafræði 20. aldar, ritstj. Garðar Baldvinsson, Kristín
Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Ís-
lands, 1992, bls. 81–96. Þessi fræga grein Romans Jakobson birtist fyrst sem tveir
kaflar undir nöfnunum „The Twofold Character of Language“ og „The Metaphoric
and Metonymic Poles“ í Roman Jakobson og Morris Halle, Fundamentals of Language,
´s-Gravenhage: Mouton, 1956.
59 „It may be addressed to the very form in which it is written“, Paul Oppenheimer,
„The Origin of the Sonnet, bls. 298.
60 Sama rit, bls. 290.
61 Hér má bæta því við að Jónas var mjög áfram um að „vísur“ hans væru sungnar. Í
athugasemd aftan við handritið að „Sláttuvísu“ skrifar hann: „Það er annars ógjörn-
ingur að eiga sér ekki lög til að kveða þess konar vísur undir; svona komast þær aldrei
inn hjá alþýðu.“ Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls. 164. Sjá einnig Páll
Bjarnason, „Lögin sem sungin eru við Vísur Íslendinga“, Skírnir, 1/2000, bls. 79–89,
hér bls. 87.
62 Sbr. t.a.m. R. Petersen o.fl., Fuglar Íslands og Evrópu, þýð. Finnur Guðmundsson,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1964, bls. 280.
63 Sbr. nmgr. 30 um bréf hans til Páls Melsteð, dagsett í Kaupmannahöfn 5. júlí 1844.