Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 106
106
HELGA KRESS
sonnetta“, nýtt ljóðform sem Jónas sendir landi sínu með sonnettuskáld-
inu, söngvaranum ljúfa, langt sunnan úr löndum og vísar leið til nútímans í
íslenskri ljóðagerð.
Greinin er að stofni til fyrirlestur sem ég hélt sem heiðursgestur á málþingi Mímis,
félags stúdenta í íslenskum fræðum, á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2010.
ÚTDRÁTTUR
Söngvarinn ljúfi. Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson
Kvæði Jónasar Hallgrímssonar (1807–1845), „Ég bið að heilsa“, er sonnetta, sú
fyrsta á íslensku. Kvæðið orti hann í Sórey snemma vors 1844 og sendi það félögum
sínum í Höfn til birtingar í Fjölni. Sú gerð sem þar birtist (og allar síðari útgáfur
hafa stuðst við) er þó töluvert frábrugðin eiginhandarritinu. Við ritstýringuna hefur
verið skipt út orðum og sjónarhorni hnikað þannig að myndmál breytist og merk-
ing brenglast. Miðlæg mynd í frumkvæðinu er farfuglinn, „söngvarinn ljúfi“ sem
skáldið erlendis ávarpar svo og biður fyrir kveðju (sem um leið er kvæðið) til lands-
ins og stúlkunnar heima. En útgefendum líkaði ekki orðið „söngvari“ (sbr. bréf
þeirra til Jónasar) og breyttu því í „vorboða“. Þar með drógu þeir úr hliðstæðu
kvæðisins með söngvara og skáldi, söng og kvæði, sem og einnig nafnskiptum
(metónýmíu) söngvarans fyrir sonnettuna sjálfa (en sonnetta merkir „lítill söngur“).
Þannig hverfast söngvarinn og sonnettan upprunalega saman í kvæðinu, nýju ljóð-
formi sem Jónas sendi löndum sínum sunnan úr löndum og vísar leið til nútímans
í íslenskum bókmenntum.
Lykilorð: Jónas Hallgrímsson, eiginhandarrit, útgáfur, ljóðgreining, íslensk bók-
menntasaga.
ABSTRACT
The Sweet Singer. On Images and Words in a Poem by Jónas Hallgrímsson
“É g bið að heilsa” (“I send my greetings”) by Jó nas Hallgrí msson (1807–1845)
is the first known sonnet in Icelandic literature. It was composed in the spring
of 1844 in the small Danish town of Sorø, where Jó nas lived for a time, and was
published shortly thereafter in Fjö lnir, a periodical that he and his colleagues had
founded in Copenhagen. A comparison of the poet’s autograph with the printed