Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 122
122
SVEINN YNGVI EGILSSON
ósvipuð ljóð, þó að þau væru ekki talin þjóðkvæðaleg heldur þvert á móti
mjög nútímalegur skáldskapur. Daninn J.P. Jacobsen, sem fæddur var 1847
og lést fyrir aldur fram 1885, var framarlega í flokki þeirra skálda sem brutu
upp hefðbundið ljóðform á ofanverðri 19. öld og hafði mikil áhrif á þróun
ljóðagerðar fram á 20. öld, bæði í heimalandi sínu og erlendis, ekki síst í
Þýskalandi.41 Eitt helsta skáld Þjóðverja á þessum tíma, Rainer Maria Rilke
(1875–1926), hafði svo mikið dálæti á verkum Jacobsens að hann taldi sig
ekki geta án þeirra verið og lagði þau að því leyti að jöfnu við Biblíuna.42
Hulda hélt líka mikið upp á danska skáldið. Þegar hún var spurð að því á
fullorðinsárum hvaða rithöfundar hefðu haft mest áhrif á hana nefndi hún
aðeins einn höfund meðal Dana og sagði: „Af dönskum skáldum þótti mér
vænst um J.P. Jacobsen.“43 Ekki er erfitt að sjá hvað hefur höfðað til Huldu í
ljóðum Jacobsens, því að þau eru upp til hópa þulukennd og frjáls í forminu.
Línurnar eru mislangar rétt eins og í þululjóðum Huldu og rímið er frjáls-
legt ef það er notað á annað borð, eins og sjá má á þremur ljóðum Jacobsens
sem eru í viðauka þessarar greinar ásamt tveimur þululjóðum hennar.
Hulda hefur í nútímalegri ljóðagerð Jacobsens fundið samhljóm við
ýmislegt sem hún las um svipað leyti í útgáfu Ólafs Davíðssonar á íslenskum
þulum fyrri alda (1898–1903).44 Jacobsen gaf þessu frjálsa og spunakennda
ljóðformi nafnið arabeska (d. arabesk), enda kallast það á við austræna list-
hefð þar sem mikið er lagt upp úr endurteknum táknum og óhlutbundnum
mynstrum, eins og þeim sem einkenna íslamska mynd- og skreytilist.45 Þegar
þululjóð Huldu eru sett í þetta samhengi sést enn betur hve nútímaleg þau
eru, þó að þau hafi yfirbragð þjóðkvæða. Segja má að skáldkonan bregði
41 Um alþjóðlegar viðtökur á verkum hans má lesa í greinasafninu J.P. Jacobsens Spor i Ord,
Billeder og Toner, ritstj. F.J. Billeskov Jansen, Kaupmannahöfn: C.A. Reitzel, 1985.
42 Rilke kemst svo að orði í bréfi til ungs skálds 5. apríl 1903: „Von allen meinen Büchern
sind mir nur wenige unentbehrlich, und zwei sind sogar immer unter meinen Dingen,
wo ich auch bin. Sie sind auch hier um mich: die Bibel, und die Bücher des großen
dänischen Dichters Jens Peter Jacobsen.“ Rainer Maria Rilke, Briefe an einen jungen
Dichter, Frankfurt: Insel Verlag, 2007 (frumútg. 1929), bls. 13.
43 Úr svarbréfi Huldu frá 1931 við þeirri spurningu hvaða rithöfundar hafi haft mest
áhrif á hana. Sbr. Richard Beck, „Hulda skáldkona“, Hjá Sól og Bil, Sjö þættir. Akur-
eyri: Guðm. Pétursson, 1941, bls. 9–37; hér bls. 20.
44 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, Safnað hafa J. Árnason og Ó. Davíðsson,
IV, Þulur og þjóðkvæði, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1898–1903.
45 Meðal þekktustu ljóða Jacobsens eru „En Arabesk“ („Har du faret vild i dunkle
Skove?“) og „Arabesk. Til en Haandtegning af Michel Angelo“ („Tog Bølgen
Land?“). Carsten Madsen fjallar um arabeskur Jacobsens í greininni „Arabeskens Idé
og lineatur.“ Passage, nr. 16, 1994, bls. 51–66.