Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Síða 129
129
NÁTTÚRA HULDU
langt í geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa, bláa.
(Hulda: Kvæði, bls. 23.)
ÚTDRÁTTUR
Náttúra Huldu
Greinin fjallar um ljóðræna náttúrusýn skáldkonunnar Huldu (Unnar Benedikts-
dóttur Bjarklind, 1881–1946) í ljósi vistrýni (e. ecocriticism). Færð eru rök fyrir því
að afstaða hennar til náttúrunnar verði ekki aðeins skilgreind sem nýrómantísk eða
táknsæisleg heldur lýsi hún sér einnig í því sem fræðimaðurinn Marshall McLuhan
hefur kallað innra landslag. Auk þess sé náttúrusýn Huldu að hluta rómantísk, eins
og ráða megi af nákvæmum landslagslýsingum og sterkri staðarkennd sem hún tjái
í ljóðum sínum. Hulda fjalli oft um fegurð og yndi náttúrunnar, en ljóð hennar séu
öðrum þræði þunglyndisleg og eigi það ekki síst við um hin nýstárlegu þululjóð
hennar. Í greininni eru þululjóðin tengd við formnýjungar og hugmyndalegt upp-
brot í erlendum samtímaskáldskap og því haldið fram að Hulda sé mun nútímalegra
skáld en oft er haldið. Frjálsar og þunglyndislegar yrkingar hennar eru að því leyti
bornar saman við arabeskur danska skáldsins J.P. Jacobsens (1847–1885) sem hún
hafði mikið dálæti á. Komist er að þeirri niðurstöðu að Hulda hafi brotið blað í
íslenskri ljóðagerð með óvenjulega samsettri og þunglyndislegri náttúrusýn sem hún
setti fram með módernískum hætti í ljóðum sínum.
Lykilorð: Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind), íslensk ljóðagerð, náttúra,
vistrýni, arabeska.
ABSTRACT
Hulda’s Nature
The article approaches the nature poetry of Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjark-
lind, 1881–1946) from an ecocritical perspective. It argues that her view of nat-
ure cannot be described as being only Neoromantic or Symbolist, but that it also
includes the characteristics for which Marshall McLuhan has coined the term int-
erior landscape. Furthermore, Hulda’s poetical view of nature proves to be partly
Romantic, as witnessed by the detailed descriptions of landscape and the strong
attachment to specific localities which she voices in her poetry. She often writes on
the beauty and pleasure associated with nature, but her poems also show signs of
melancholy, especially her innovative and rhapsodic þululjóð. The article connects
the þululjóð to formal and ideological innovations made by contemporary poets
abroad, claiming that they show Hulda to be a more thoroughly modern poet than