Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 131
131
Dagný Kristjánsdóttir
Skólaljóð
Skólaljóð Kristjáns J. Gunnarssonar frá 1964 voru endurútgefin haustið 2010
og tekin til umræðu í bókmenntaþættinum Kiljunni 23. febrúar 2011 þar sem
deilt var um gildi þeirra. Í kjölfarið tjáðu margir sig á netinu um persónulega
reynslu sína af skólaljóðum og kom skýrt í ljós hve sterkar tilfinningar fólk
virtist hafa til þeirra, með eða á móti. Hér á eftir verður fjallað um skóla-
ljóðin sem fyrirbæri, sögu þeirra, hlutverk og hliðstæður erlendis.
Menningararfurinn og þjóðernið
Bókmenntasöguritun, eins og við þekkjum hana, á rætur sínar í rómantísku
stefnunni í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi í upphafi nítjándu aldar. Það
gat ekki orðið fyrr en framfaratrú upplýsingarinnar hafði lagt til söguhyggj-
una en aðaldrifkrafturinn í sagnaritun þjóðanna voru þjóðernispólitískar
áherslur og frelsishugmyndir og þar fékk bókmenntasagan bæði þematískan
ramma og hugmyndafræðilegt hlutverk. Bókmenntasögunni var beinlínis
úthlutað lykilhlutverki við að leggja til þá þjóðernislegu sjálfsmynd sem
þjóðirnar vantaði sárlega. Sú mynd varð að sjálfsögðu að vera heilsteypt og
samfelld.1
Norski bókmenntaprófessorinn Francis Bull skrifaði í doktorsritgerð
sinni árið 1911: „Af hreinum þjóðernislegum og pólitískum ástæðum hefur
það verið nauðsynlegt fyrir Noreg að samhengið í sögu okkar yrði skýrt
þannig að það sem virðist afmarka skýra þætti í tilveru þjóðar okkar verði
einmitt þáttaskil en rjúfi þó ekki hið innra samhengi sögunnar. Maður gæti
freistast til að segja að jafnvel þó slíkt samhengi væri ekki til staðar í norskri
sögu, yrðum við að búa það til.“2 Það tíðkast yfirleitt ekki að fræðimenn
1 Asbjörn Aarseth, „Litteraturhistorieskriving og hermeneutisk problembevissthet“ í Atle
Kittang og Asbjörn Aarseth, Hermeneutikk og litteratur, Bergen: Universitetsforlaget,
1979, bls. 164–167.
2 „Av rent nationale og politiske grunner har det været nødvendig for Norge at faa
klarlagt en forbindelse i vor historie, slik at det som i det ytre har dannet skarpt
Ritið 2/2011, bls. 131–148