Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 136
136
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Arnarson eru hér mættir til leiks. Eftir Þorstein Erlingsson eru birt ljóðin
„Arfurinn“ og „Örbirgð og auður“ og „Þorraþræll“ Kristjáns Jónssonar er
líka í safninu til mótvægis við gyllta fortíð ættjarðarljóðanna. Það er öðruvísi
tónn í þessum Skólaljóðum en verið hafði, ívið meiri breidd og nútímalegra
val, en þó að hér sé tekið eitt ljóð eftir Huldu er ljóst að konur og börn eru í
algjörum aukahlutverkum í þessu safni eins og þeim fyrri. Þetta eru skólaljóð
fyrir unga drengi. Róttækni í efnisvali nær heldur ekki til fagurfræði safnsins
því að formrænar nýjungar, nýrómantísk dulúð, súrrealískar og fútúrískar
æfingar Þórbergs og Laxness eru víðs fjarri. Þessi útgáfa Jóns Magnússonar
lá ásamt útgáfum Jónasar frá Hriflu og Þórhalls Bjarnarsonar til grundvallar
styttri útgáfu Skólaljóðanna sem kom út árið 1943.
Skólaljóðin 1943
Skólaljóðin frá 1943 rúmuðu aðeins 60 ljóð í tveimur heftum. Ljóðunum er
skipt í sex flokka, þrjá flokka í hvoru hefti, og val ljóða í hverjum flokki
miðað við aldur og lestrarþroska, frá 8–10 ára í fyrra heftinu en 11–13 ára
í því seinna. Þessum skólaljóðum fylgir enginn formáli fremur en hjá Jóni
Magnússyni en öfugt við hans útgáfu fylgja ekki orðaskýringar og bókin er
ekki gefin út undir höfundarnafni. Aftur á móti er helmingur af myndum
Sigurðar Sigurðssonar úr fyrri Skólaljóðum notaður enn á ný og hans nafns
er getið.
Hinir dularfullu og nafnlausu höfundar úrvalsins voru þrír vel menntaðir
og margreyndir barnakennarar; Ármann Halldórsson, Hjörtur Kristmunds-
son og Stefán Jónsson. Næstum helmingur þessara fáu ljóða eru sömu ætt-
jarðarkvæðin og Þórhallur Bjarnarson hafði valið nærri hálfri öld áður og
aðeins ellefu kvæði í bókunum eru „ný“ í þeim skilningi að þau hafa ekki
verið með í fyrri útgáfum. Hlutfall kvenna helst óbreytt þ.e. ein þula eftir
Theódóru Thoroddsen er tekin með en þá er Huldu sleppt í staðinn, engin
þýdd ljóð eru í safninu, engin þjóðkvæði og engin ljóð eftir yngstu skáldin.
Yngsta skáld bókarinnar er Tómas Guðmundsson (42 ára). Í Ljóðalærdómi
lýsir Eysteinn Þorvaldsson ákveðnum vonbrigðum með val þremenning-
anna í þessi stuttu Skólaljóð, ekki aðeins hugmyndafræðilega heldur líka
kennslufræðilega. Hann segir:
Megintilgangur þessara Skólaljóða er því að treysta í sessi viðtekin menn-
ingarviðhorf, tryggja forræði þjóðernishyggju og varðveislu menningar-
arfsins. Á sama hátt verður að álykta um kennslufræðileg sjónarmið