Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 140
140
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Í þessum Skólaljóðum eru farnar troðnar slóðir. Mörg ættjarðarljóð úr
fyrri útgáfum eru birt en bætt við fimm skáldum. Þeirra á meðal var Ólöf
frá Hlöðum og þar sem bæði Theódóra og Hulda fengu að vera áfram hafði
hlutfall kvenna þrefaldast og var orðið hvorki meira né minna en sjö prósent.
Steinn Steinarr kom inn sem fulltrúi atómskálda og Snorri Hjartarson sex
árum síðar. Kristján afmarkaði val sitt við sextándu öld annars vegar en úti-
lokaði yngstu skáldin hins vegar eins og venja var. Yngsta skáldið sem valið
var áður en Snorri Hjartarson kom inn var 57 ára.
Nú bar svo við að margir skrifuðu í blöð og tímarit og tjáðu sig um hina
nýju skólaljóðaútgáfu og hún var harðlega gagnrýnd. Eysteinn Þorvalds-
son rekur þessar viðtökur í bók sinni.20 Óskar Halldórsson skrifaði um
bókina í tímaritið Menntamál (sept/des heftið 1965) og benti á ónákvæmni
og fjölmargar villur í textum Kristjáns, æfiágripum og skýringum. Jón frá
Pálmholti gagnrýndi kvæðavalið í Tímariti Máls og menningar (4. hefti 1964)
og finnst stórvanta róttæk baráttukvæði en „kvæði um fugla, blóm og brekkur
[séu] valin í staðinn ásamt langdregnum sögukvæðum.“21 Harkalegasta
gagnrýnin kom þó frá Einari Braga sem taldi valið á ljóðum forkastanlegt þar
sem það gengi alveg framhjá atómskáldunum og ummæli Kristjáns í eftir-
mála safnsins þar sem segir að þó ljóð ungskáldanna séu allra góðra gjalda
verð verði þau ekki tekin með í safnið því að þau séu „umdeild“ láta Einar
Braga ósnortinn. Steinar J Lúðvíksson er hins vegar ánægður með bókina
í Morgunblaðinu (18.2.1970), ekki minnst með myndskreytingar Halldórs
Péturssonar en hann segir jafnframt að þessi bók eins og önnur skólaljóð
hafi getað búist við gagnrýni, ekki minnst fyrir að vanrækja samtímaljóð.
Það finnast Steinari þó óréttmætar aðfinnslur. Finnur Torfi Hjörleifsson
og Hörður Bergmann mótmæltu þessu harkalega og sögðu að myndskreyt-
ingarnar og útgáfan yfirleitt væri þannig að „kennarar hljóta að blygðast sín
fyrir að gefa nemendum sínum verkið í hendur“.22
Kristján J. Gunnarsson samþykkti að einhverju leyti að hann hefði átt
að taka samtímaljóð í safnið en hann gerði það ekki samt í endurútgáfum
bókarinnar því að honum hefur að öllum líkindum fundist að skólaljóð ættu
í raun að vera eins og hann hafði gert safn sitt úr garði upphaflega, þrungið
af þjóðernissjónarmiðum, sveitin tekin fram yfir borgina, hefð fram yfir nýj-
ungar, karlar og hetjur fram yfir konur og börn. Hins vegar hefur honum
20 Eysteinn Þorvaldsson, Ljóðalærdómur, bls. 104–106.
21 Tilvitnun eftir Eysteini Þorvaldssyni, Ljóðalærdómi, 1988, bls. 105.
22 Tilvitnun eftir Eysteini Þorvaldssyni, Ljóðalærdómi, 1988, bls. 106.