Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 144
144
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Skólaljóðin kvödd
Deilurnar sem gusu upp út af Skólaljóðum Kristjáns J. Gunnarssonar voru
hliðstæðar við sams konar uppgjör bæði austan hafs og vestan á eftirstríðs-
árunum þar sem tekist var á um ljóðaúrvöl sem Joseph T. Thomas kallar
„opinber ljóð“ eða „skólastofuljóð.“32 Deilurnar voru bæði pólitískar og
fagurfræðilegar. Þær boðuðu endalok skólaljóðanna sem stofnunar. Hinar
hugmyndafræðilegu forsendur kanónunnar fólust í að þarna væru saman-
komin „mikilvægustu“ ljóð bókmenntasögunnar. Forsendur valsins voru þá
gerðar náttúrulegar og ósýnilegar. Íslensku skólaljóðin, sem „stofnun“, voru
frá upphafi hluti af hugmyndafræðilegri þjóðernisstefnu. Um þau ríkti meiri
og minni sátt allan fyrri hluta aldarinnar en sú sátt er augljóslega úti þegar
komið er aftur á sjöunda áratug aldarinnar sem leið. Eysteinn Þorvaldsson
spyr hvaða afleiðingar skólaljóðin hafi haft fyrir ljóðauppeldi kynslóðanna
sem mótuðust af þeim. Niðurstaða hans er sú að skólaljóðin sem fyrirbæri
hafi verið umtalsverðrar gagnrýni verð vegna þess að:
Þau boðuðu og kenndu hugmyndafræði þjóðernishyggju, jafnvel 1.
þjóðrembu, í breyttum heimi þar sem alþjóðahyggja fór í vöxt.
Þau boðuðu og kenndu ágæti gamla bændasamfélagsins, sveitanna 2.
og sögunnar gegn borginni og samtímanum.
Þau boðuðu og kenndu hefð og fagurfræði nítjándu aldar gegn nýj-3.
ungum og fagurfræði samtímans.
Eins og skólaljóðunum hefur verið lýst hér að framan er þessi greining
Eysteins hárrétt, þau gerðu allt þetta. Hins vegar má efast um að áherslan á
hefð og sögu hafi eyðilagt eða spillt hæfni barnanna til að njóta nútímaljóð-
listar og að allt nýtt sé sjálfkrafa betra en allt gamalt. Það virðist stundum
vera fyrsta ályktun Eysteins í bókinni Ljóðalærdómur og þetta nefnir Gunnar
Skarphéðinsson líka í ritdómi um bókina.33 Þær forsendur sem Eysteinn
gefur sér, bæði meðvitað og ómeðvitað eru hugmyndafræðilegar eins
og forsendur Kristjáns J. Gunnarssonar. Í stað hinnar kristnu, þjóðernis-
legu áherslu eldri skólaljóða er komin krafa um módernisma og áhersla á
nærlestur nýrýninnar, fagurfræðilegt gildi textanna og lestarupplifun nem-
enda. Þegar komið er undir 1980 virðist ekkert samþykki eða vilji vera fyrir
32 Joseph T. Thomas, jr., 2007, bls. 40.
33 Gunnar Skarphéðinsson, „Um íslensk skólaljóð“, Skírnir, 164 árg (haust), 1990, bls.
508–522.