Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 147
147
SKÓLALJÓÐ
ýtt undir stærri námskeið um nýrri bókmenntir og alþjóðlega fjöldamenn-
ingu og það þýðir að eldri bókmenntir eru lítið rannsakaðar og næstum ekki
kenndar. Það þýðir aftur að háskólamenntaðir kennarar hafa enga þekkingu
á bókmenntum fyrir 1830, samhengið er rofið.38
Á sama tíma eða 2004 fóru Danir aðra leið. Danska menntamálaráðu-
neytið skipaði margskipta nefnd sem átti að búa til kanónur fyrir bókmenntir,
myndlist, málaralist, tónlist, bókmenntir o.s.frv. Bókmenntakanóna nefnd-
arinnar, höfundar og verk sem hún hafði valið, áttu síðan að verða til viðmið-
unar fyrir danska framhaldsskóla. Menn takast ennþá á um niðurstöður þess-
ara nefnda af töluverðum hita, sumir grípa til myndhverfinga og segja að hinar
lögbundnu kanónur hlaðnar af lögboðnum bókmenntum geti verið drápstól39
– umræðan hefur staðið í tíu ár. Bent hefur verið á að bæði bókmenntasagan
og kanónan í sýnisbókunum samanstandi af sögulegum stórvirkjum sem
miðli gildum og fagurfræði borgarastéttar eða menntaðrar millistéttar. Ekki
allir nemendur standi jafnt að vígi gagnvart þeim heiman frá sér eða hafi þann
„habitus“, eins og Bourdieau segir, sem geri hann sterkan í svona kennslu
sem sé orðin úrelt.40 Hins vegar fylgdu tillögum kanónunefndarinnar líka
kennsluhugmyndir um hvernig væri hægt að kenna kanónuna eins og sjá má
á heimasíðu hennar41 og umræðan hefur alla vega verið gefandi.
Á Íslandi hefur mér vitanlega engin opinber umræða farið fram á vegum
mennta- og menningarmálaráðuneytisins um það hvaða þekkingu á bók-
menntum fornum og nýjum sé æskilegt að nemendur hafi að loknu grunn-
skóla- eða stúdentsprófi, hvaða höfunda og verk allir íslenskir nemendur
hefðu gott af að þekkja eða hvort eigi að vera til íslensk kanóna/kanónur
fyrir framhaldsskólann eða ekki. Nýjasta námskrá framhaldsskólanna frá
2011 gerir ráð fyrir að hver framhaldsskóli móti sínar námsbrautir, ein-
ingafjöldi í íslensku er á bilinu 5–15 einingar og það er skólanna að ákveða
hvert innihald þeirra verður, hvort þar verða einhverjar bókmenntir eða
engar, hvort þar verða sögulegar eða samtímalegar áherslur o.s.frv. Engin
samræmd próf verða að loknu stúdentsprófi sem ekki er von því að hver
38 Þetta er eitt af því sem gerst hefur í kjölfar þeirra breytinga sem gerðar voru á
háskólunum 2006 og kallaðar voru „gæðabreytingar“ (no. kvalitetsreform). Norska
kanónan er í upplausn, segir Torill Steinfeld, „Norsk kanon og kanondannelse –
historiske linjer, aktuelle konflikter og utfordringer“, bls. 186–188.
39 Egon Clausen, Den skadelige kanon, 2007: http://www.hi.is/vidburdir/norraen_
ondvegisverk_i_bokmenntum [sótt 3. ágúst 2011].
40 Torben Weinreich, Lars Handesten, Literaturens byrde, Kaupmannahöfn: Roskilde
Universitets forlag, 2001, bls. 184–186
41 http://pub.uvm.dk/2004/kanon/ [sótt 5. ágúst 2011].