Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 148
148
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
skóli mun fylgja sínu skipulagi. Þetta algjöra frelsi skólanna til að móta eigin
stefnu og námsefni er áreiðanlega einsdæmi í veröldinni og spurningin er
hvort það sé jákvætt eða neikvætt. Ég sakna ekki gamallar forræðishyggju
Skólaljóðanna en ég sakna opinnar umræðu um hvað eigi að haldast úr gömlu
kerfi yfir í nýtt, hvað sé nauðsynleg og hvað ónauðsynleg þekking, ekki síst
til að byggja upp þá færni sem allt skólakerfið á að beinast að hjá nemendum.
Er tungumálið og þær vísanir til menningararfs og bókmennta sem eru
hluti af því ekki nauðsynlegar fyrir fólk sem vill tjá sig? Væri opin og upp-
lýst umræða um innihald íslenskukennslu í skólakerfinu ekki bara jákvæð og
stuðningur fyrir kennarana sem einir geta gefið faginu sínu líf? Ég bara spyr.
ÚTDRÁTTUR
Skólaljóð
Bókmenntaleg kanóna verður að hafa hugmyndafræðilegt fylgi til að hægt sé að
gera hana hluta af skólakerfinu. Skólaljóðin frá 1901 lögðu grunn að slíkri kanónu.
Aðeins voru valin ljóð eftir karlmenn. Kanónan var þjóðernisleg, lagði áherslu á
náttúruljóð og sögu Íslands – eins og hún hafði verið túlkuð af þjóðfrelsissinn-
uðum skáldum á 19. öld. Kjarni þessa úrvals hélst nánast óbreyttur í mörgum
mismunandi gerðum skólaljóða fram á sjöunda áratuginn en gagnrýni og ósætti við
hann óx þar til ekki var lengur sátt um hann. Það virðist róttæk ákvörðun að gera
bókmenntalega kanónu valfrjálsa í framhaldsskólunum og í greininni er spurt hvort
það sé mögulegt í raun eða æskilegt.
Lykilorð: Skólaljóð, bókmenntakanóna, bókmenntasaga, þjóðernishyggja, barna-
menning.
ABSTRACT
Official School Poetry
For a literary canon to receive ideological concensus it must be public and a part
of the educational system. ‘Skólaljóð’, the lyrical anthology for public schools from
1901, laid the foundation for a literary canon. That canon was male chauvinist,
nationalistic, emphasising nature poetry, patriotic poems and the history of Iceland
as interpreted by the poets of the nationalist struggle for independence in the 19th
century. The core of this selection remained almost unaltered through many new
editions up to the 1960´s but criticism and dissent grew until there was no longer
any concensus on a nationalistic canon. Making a literary canon optional in each
schools curriculum seems radical – the article asks if it is possible or preferable.
Keywords: Official school poetry, literary canon, literary history, nationalism,
children’s culture.