Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 152
152
HJALTI HUGASON
bregðast við. Af túlkun á ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem
Ísland á aðild að má jafnvel ráða að hefðbundið verndarsvið almenns félaga-
og tjáningarfrelsis nægi ekki til að vernda rétt fólks til að iðka trú sína eða
sannfæringu (lífsskoðun).4 Af öllum þessum ástæðum er mikilvægt að þær
greinar stjórnarskrárinnar sem að trúmálum lúta verði ekki sniðgengnar við
heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur verði mótuð íslensk trúmála-
pólitík er horfi til framtíðar. Með trúmálapólitík er hér átt við stefnu er lýtur
að trúfrelsi, stöðu trúfélaga, stuðningi við þau og fleira af líkum toga.
Önnur brýn ástæða er til að vel verði hugað að þessum þætti stjórnar-
skrárinnar nú. Að frá taldri „andlitslyftingu“ sem trúfrelsisgreinar stjórnar-
skrárinnar hlutu 1995 hefur aldrei verið hróflað að neinu ráði við því sem
kalla má trúmálabálk hennar (VI. kafli) sem hefur að geyma kirkjuskipan og
trúfrelsisákvæði. Umræða um þær breytingar sem þó hafa orðið á efni hans
hafa alltaf fallið í skugga af veraldlegri málum. Trúmálabálkurinn er því enn
með því meginsniði og þegar frá honum var gengið 1874 og efni hans hefur
aldrei verið tekið til heildstæðrar umræðu.
Við endurskoðun þessa hluta stjórnarskrárinnar eins og allra annarra,
ætti að virða það sem vel hefur reynst í sögulegum, menningarlegum, sam-
félagslegum og réttarfarslegum hefðum þjóðarinnar en aðlaga þær breyttum
aðstæðum á gagnrýninn máta. Ný eða endurskoðuð stjórnarskrá verður að
geta myndað ramma um sameiginleg grunngildi, stjórnarfar og réttarreglur
okkar langt inn á 21. öldina, sem meðal annars mun verða öld trúarlegrar
fjölhyggju. Þess vegna verður einnig að huga vel að trúmálabálki hennar.
Hér á eftir verða ákvæði trúmálabálks stjórnarskrárinnar skýrð og hugleitt
hvort og þá hvaða breytinga virðist þörf í þessu efni við þá umfangsmiklu
endurskoðun sem nú stendur yfir.
Höfundur hefur áður birt fjölmargar greinar um þjóðkirkju og trúfrelsi,
þar á meðal aðdraganda að gerð núgildandi trúmálabálks stjórnarskrár-
innar, sem og tengsl og/eða aðskilnað ríkis og kirkju. Fjallað er um túlkun
trúmálabálksins í ýmsum ritum um stjórnskipunar- og kirkjurétt. Skal
sérstaklega bent á doktorsritgerð Bjarna Sigurðssonar prófessors um
þróun íslensks kirkjuréttar, Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen
Kirckenrechts (1986) og viðamikið lögskýringarrit Bjargar Thorarensen
4 Sjá Oddný Mjöll Arnardóttir, „Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku
stjórnarskránni“, Guðrúnarbók. Afmælisrit til heiðurs Guðrúnu Erlendsdóttur 3. maí
2006, ritstj. Pétur Kr. Hafstein o.a., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006,
bls. 367–385, hér bls. 367, 375–376, 381, 382.