Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 152

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 152
152 HJALTI HUGASON bregðast við. Af túlkun á ákvæðum alþjóðlegra mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að má jafnvel ráða að hefðbundið verndarsvið almenns félaga- og tjáningarfrelsis nægi ekki til að vernda rétt fólks til að iðka trú sína eða sannfæringu (lífsskoðun).4 Af öllum þessum ástæðum er mikilvægt að þær greinar stjórnarskrárinnar sem að trúmálum lúta verði ekki sniðgengnar við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar heldur verði mótuð íslensk trúmála- pólitík er horfi til framtíðar. Með trúmálapólitík er hér átt við stefnu er lýtur að trúfrelsi, stöðu trúfélaga, stuðningi við þau og fleira af líkum toga. Önnur brýn ástæða er til að vel verði hugað að þessum þætti stjórnar- skrárinnar nú. Að frá taldri „andlitslyftingu“ sem trúfrelsisgreinar stjórnar- skrárinnar hlutu 1995 hefur aldrei verið hróflað að neinu ráði við því sem kalla má trúmálabálk hennar (VI. kafli) sem hefur að geyma kirkjuskipan og trúfrelsisákvæði. Umræða um þær breytingar sem þó hafa orðið á efni hans hafa alltaf fallið í skugga af veraldlegri málum. Trúmálabálkurinn er því enn með því meginsniði og þegar frá honum var gengið 1874 og efni hans hefur aldrei verið tekið til heildstæðrar umræðu. Við endurskoðun þessa hluta stjórnarskrárinnar eins og allra annarra, ætti að virða það sem vel hefur reynst í sögulegum, menningarlegum, sam- félagslegum og réttarfarslegum hefðum þjóðarinnar en aðlaga þær breyttum aðstæðum á gagnrýninn máta. Ný eða endurskoðuð stjórnarskrá verður að geta myndað ramma um sameiginleg grunngildi, stjórnarfar og réttarreglur okkar langt inn á 21. öldina, sem meðal annars mun verða öld trúarlegrar fjölhyggju. Þess vegna verður einnig að huga vel að trúmálabálki hennar. Hér á eftir verða ákvæði trúmálabálks stjórnarskrárinnar skýrð og hugleitt hvort og þá hvaða breytinga virðist þörf í þessu efni við þá umfangsmiklu endurskoðun sem nú stendur yfir. Höfundur hefur áður birt fjölmargar greinar um þjóðkirkju og trúfrelsi, þar á meðal aðdraganda að gerð núgildandi trúmálabálks stjórnarskrár- innar, sem og tengsl og/eða aðskilnað ríkis og kirkju. Fjallað er um túlkun trúmálabálksins í ýmsum ritum um stjórnskipunar- og kirkjurétt. Skal sérstaklega bent á doktorsritgerð Bjarna Sigurðssonar prófessors um þróun íslensks kirkjuréttar, Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen Kirckenrechts (1986) og viðamikið lögskýringarrit Bjargar Thorarensen 4 Sjá Oddný Mjöll Arnardóttir, „Trúfrelsi, sannfæringarfrelsi og jafnrétti í íslensku stjórnarskránni“, Guðrúnarbók. Afmælisrit til heiðurs Guðrúnu Erlendsdóttur 3. maí 2006, ritstj. Pétur Kr. Hafstein o.a., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006, bls. 367–385, hér bls. 367, 375–376, 381, 382.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.