Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 153
153
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
prófessors, Stjórnskipunarréttur; Mannréttindi (2008).5 Vegna skyldleika
stjórnarskrár okkar við dönsku grundvallarlögin frá 1849 er mikilvægt að
hafa einnig hliðsjón af túlkun danskra stjórnlagafræðinga á þeim. Kemur
þar einkum til skýringarrit Henriks Zahle prófessors og fleiri höfunda,
Danmarks Riges Grundlov med kommentarer.6 Hér skal vísað í eitt skipti fyrir
öll til núgildandi stjórnarskrár lýðveldisins en hana er að finna í lagasafninu
á vef Alþingis.7
Þegar draga tók að þjóðhátíð 1874 var mönnum tekið að leiðast það þóf
sem staðið hafði um stjórnarskrá fyrir Ísland undangengin 25 ár eða frá því
Danir fengu grundvallarlög sín. Á Alþingi 1873 var tekið saman frumvarp að
stjórnarskrá fyrir atbeina Þingvallafundar fyrr um sumarið. Var farið fram
á að konungur samþykkti það fyrir hátíðina en til vara að hann gæfi Íslend-
ingum „að frjálsu fullveldi“ stjórnarskrá sem samræmdist kröfum þeirra um
löggjafarvald og fjárforræði.8 Varð sú raunin og staðfesti konungur stjórnar-
skrána 5. janúar 1874.9 Þar með var grunnur lagður að þeirri skipan trú- og
kirkjumála í landinu sem haldist hefur til þessa.
Í dönsku stjórnarskránni frá 1849 var og er enn eftir breytingar síðast
1953 komið inn á kirkju- og trúmál á nokkrum stöðum. Í 4. (upphafl. 3.)
grein fyrsta kafla sem að öðru leyti fjallar um stjórnskipanina er að finna
kirkjuskipan fyrir ríkið.10 Í 6. grein annars kafla sem fjallar um konunginn
er kveðið á um að hann skuli tilheyra evangelísk-lútherskri kirkju.11 Að öðru
leyti voru og eru ákvæði um trúmál að finna í sjöunda kafla þar sem kveðið
er á um trúfrelsi, sem og sagt að málefnum þjóðkirkjunnar skuli fyrir komið
5 Bjarni Sigurðsson, Geschichte und Gegenwartsgestalt des isländischen Kirchenrechts,
Frankfurt am Main: Peter Lang, 1986. Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur.
Mannréttindi, Reykjavík: Bókaútgáfan Codex, 2008.
6 Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, ritstj. Henrik Zahle, Kaupmannahöfn:
Jurist- og økonomforbundets Forlag, 1999. Danmarks Riges Grundlov med komment-
arerer, 2. útg., ritstj. Henrik Zahle, Kaupmannahöfn: Jurist- og Ökonomforbundets
Forlag, 2006.
7 Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní: http://www.althingi.is/
lagas/138b/1944033.html [sótt 14. 12. 2010].
8 Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson, Íslandssaga til okkar daga, Reykjavík:
Sögufélag, 1991, bls. 299.
9 Sjá sama rit, bls. 299. Einar Laxness, Íslands saga s–ö, Reykjavík: Vaka–Helgafell,
1995, bls. 61–63.
10 § 3. „Den evangelisk-lutherske Kirke er den danske Folkekirke og understøttes som
saadan af Staten.“ Danmarks Riges Grundlov af 5te juni 1849: http://thomasthorsen.dk/
dk-co-1849.html [sótt 4.12. 2010].
11 § 6. „Kongen skal høre til den evangelisk-lutherske Kirke.“ Danmarks Riges Grundlov
af 5te juni 1849: http://thomasthorsen.dk/dk-co-1849.html [sótt 4.12. 2010].