Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 154
154
HJALTI HUGASON
með sérstökum lögum og að lög skuli sett um starfsemi annarra trúfélaga.12
Þessi ákvæði eru í meginatriðum óbreytt þótt númer einstakra greina séu nú
önnur.13 Greinarnar um sérstök lög um þjóðkirkjuna og önnur trúfélög hafa
löngum verið nefndar „fyrirheitisgreinar“ þar sem þær kveða á um lagasetn-
ingu sem áður hafði ekki verið fyrir hendi. Ýmis lög hafa vissulega verið sett
á þessu sviði en heildstæð löggjöf hefur aldrei verið tekin saman um málefni
dönsku þjóðkirkjunnar og raunar löngum staðið deilur um hvort slíkt væri
æskilegt eða ekki.14
Íslenska stjórnarskráin var byggð á þeirri dönsku en í þeirri fyrrnefndu
var kirkjuskipanin sameinuð trúfrelsisákvæðum og mynduðu þessir efnis-
þættir einn sérstakan bálk aftarlega í stjórnarskránni. Skýringin á þessari
íslensku uppsetningu er sú að verið var að fjalla um kirkjumál sem hluta af
sérmálum (innanlandsmálum) Íslendinga. Í dönsku stjórnarskránni var hins
12 § 80. „Folkekirkens Forfatning ordnes ved Lov.“
§ 81. „Borgerne have Ret til at forene sig i Samfund for at dyrke Gud paa den Maade,
der stemmer med deres Overbeviisning, dog at intet læres eller foretages, som strider
mod Sædeligheden eller i den offentlige Orden“.
§ 82. „Ingen er pligtig at yde personlige Bidrag til nogen anden Gudsdyrkelse end den,
som er hans egen; dog skal Enhver, der ikke godtgjør at være Medlem af et i Land-
et anerkjendt Troessamfund, til Skolevæsenet svare de til Folkekirken lovbefalede
personlige Afgifter.“
§ 83. „De fra Folkekirken afvigende Troessamfunds Forhold ordnes nærmere ved
Lov.“
§ 84. „Ingen kan paa Grund af sin Troesbekjendelse berøves Adgang til den fulde
Nydelse af borgerlige og politiske Rettigheder, eller unddrage sig Opfyldelsen af
nogen almindelig Borgerpligt.“ Danmarks Riges Grundlov af 5te juni 1849: http://
thomasthorsen.dk/dk-co-1849.html [sótt 4. 12. 2010].
13 Danmarks Riges Grundlov 1953: https://www.retsinformation.dk/Forms/R0710.
aspx?id=45902#K2 [sótt 5. 12. 2010]. Ákvæðið um gjöld þeirra sem standa utan trú-
félaga í upphaflegri 82. (núv. 68.) gr. var fellt brott 1915. Þá hefur orðunum „ell-
er afstamning“ verið skotið inn í jafnræðisreglu þá sem fram kemur í upphaflegri
84. (núv. 70.) gr. Hans Gammeltoft-Hansen, „§ 68“, Danmarks Riges Grundlov med
kommentarer, 1999, bls. 325–327, hér bls. 325.
14 Nýlegt dæmi um kröfu þess efnis að „fyrirheitisgreinin“ verði uppfyllt kemur fram í
ritinu Kirkens mund og mæle. Sjá „Manifest“, Kirkens mund og mæle, Kaupmannahöfn:
Anis, 1992, bls. 11–32. Martin Schwarz Lausten, Kirkens historie i Danmark. Pavekirke,
Kongekirke, Folkekirke, Árósum: Landsforeningen af Menighedsrådsmedlemmer,
2008, bls.119–121. Enn gætir þó mikillar andstöðu við að þessi leið verði farin. Sjá
Jan Lindhardt, Folkekirke? Kirken i det danske samfund, án útgst.: Hovedland, 2005,
bls. 87, 90–91, 95, 123–126. Sjá og Jens Ravn-Olesen, „Fra statskirke til Folkekirke“,
For Folkekirkens skyld — at forny for at bevare, bls. 7–22, hér bls.13, 16, 18. Jens Ravn-
Olesen, „Rammen om forkyndelsen“, For Folkekirkens skyld — at forny for at bevare,
bls. 23–32, hér bls. 23, 27.