Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Side 155
155
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
vegar fjallað um stöðu lúthersku kirkjunnar í „alríkinu“. Er eðlilegt að þetta
leiði til mismunandi staðsetningar kirkjuskipanarinnar í stjórnarskránum
tveimur. Þá voru „fyrirheitisgreinarnar“ um að „réttarástand“ þjóðkirkj-
unnar og „kjör“ annarra trúfélaga skyldu ákvörðuð með lögum ekki teknar
upp í íslensku stjórnarskrána. Á þennan hátt var haldið til streitu leið sem
dönsk stjórnvöld höfðu lagt til 1867 (niðurfelling „fyrirheitisgreina“) og
1869 (sameining kirkjuskipanar og trúfrelsisákvæða). Trúmálabálkurinn
myndaði fimmta kafla sjórnarskrárinnar 1874.15
Þessi bygging stjórnarskrárinnar hefur haldist allt til þessa þrátt fyrir
endurskoðanir, meðal annars að fengnu fullveldi og lýðveldisstofnun. Hvílir
hún einvörðungu á sögulegri hefð en ekki efnislegum rökum.16 Meiri breyt-
ingar hafa samt orðið hér en í Danmörku. Þá hafa samfelld þjóðkirkjulög
verið sett hér, það er Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá
1997.17 Líta mætti á þau sem nokkurs konar uppfyllingu „fyrirheitisgreinar-
innar“ í dönsku stjórnarskránni þrátt fyrir að hliðstæðu hennar hafi aldrei
verið að finna í íslensku stjórnarskránni.
15 Í upphaflegri gerð hljóðaði VI kafli stjskr. svo:
45. grein. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal hið
opinbera að því leyti styðja hana og vernda.
46. grein. Landsmenn eiga rjett á að stofna fjelög til að þjóna guði með þeim hætti,
sem bezt á við sannfæringu hvers eins, þó má ekki kenna eða fremja neitt, sem er
gagnstætt góðu siðferði og alls herjar reglu.
47. grein. Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum rjettindum fyrir
sakir trúarbragða sinna, nje heldur má nokkur fyrir þá sök skorast undan almennri
fjelagsskyldu. Tíðindi um stjórnarmálefni Íslands, 3. b., Kaupmannahöfn: án útg., 1875,
bls. 698, 708. Lovsamling for Island, 21. b., Kaupmannahöfn: Andr. Fredr. Höst &
Sön, 1889, bls. 733, 742. Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands eins og hún
var gefin á Amalienborg 5. janúar 1874. Þjóðskjalasafn Íslands, S. VII, 8. – 1869–
1874 Stjórnarskrármálið. Hinn opinberi danski texti kirkjuskipanarinnar (45. gr.)
hljóðaði svo og vék örlítið frá dönsku fyrirmyndinni sbr. skáletur: „Den evangelisk-
lutherske Kirke er den islandske Folkekirke og understøttes og beskyttes som saadan
af det Offentlige.“ Aðrar greinar voru einnig svo til samhljóða dönsku stjórnarskránni.
Stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands eins og hún var gefin á Amalinenborg 5.
janúar 1874. Lovs. f. Isl., bls. 754.
16 Sjá Páll Sigurðsson, „Trúarbrögð og mannréttindi — Trúfrelsi og jafnræði trú-
félaga á Íslandi“, Lagaskuggsjá. Greinar um lög og sögu, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
2004, bls. 127–145, hér bls. 135.
17 Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar 1997 nr. 78 26. maí: http://www.
althingi.is/lagas/138b/1997078.html [sótt 4. 12. 2010].