Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Page 156
156
HJALTI HUGASON
Túlkun á trúmálabálki stjórnarskrárinnar
Hér á eftir verður leitast við að túlka meginþætti trúmálabálks núgildandi
stjórnarskrár. Verður eins og fram kemur í inngangi höfð hliðsjón af skýr-
ingum danskra stjórnlagafræðinga á sambærilegu efni í dönsku grundvallar-
lögunum.
Kirkjuskipanin
Trúmálabálkur stjórnarskrárinnar hefst á kirkjuskipan fyrir landið (62.
grein) sem felur í sér að evangelísk-lútherska kirkjan skuli vera þjóðkirkja
og ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Hér verður meðal ann-
ars fjallað um hvað felist í því að þjóðkirkjan skuli vera evangelísk-lúthersk,
hvað felist í stuðningi ríkisvaldsins við hana og hvort í kirkjuskipaninni felist
trúarpólitísk stefna er gangi út frá því að lúthersk trú sé annarri trú fremri.
Játningargrunnur þjóðkirkjunnar
Hvorki er skýrt í íslensku né dönsku stjórnarskránni í hvaða merkingu þjóð-
kirkjurnar tvær skuli vera evangelísklútherskar. Því verður að líta svo á að sá
játningargrunnur sé enn í gildi sem fram kemur í konungalögum Friðriks III.
(1648–1670) frá 1665 (1. grein) og Dönsku lögum Kristjáns V. (1670–1699)
frá 1683 (grein 2-1-1) en þau leystu kirkjuskipan Kristjáns III. (1534–1559)
frá 1537/39 af hólmi. Þar felst játningargrunnurinn í Postullegu trúarjátning-
unni, Níkeujátningunni, Aþanasíusarjátningunni, hinni óbreyttu Ágsborg-
arjátningu frá 1530 og Fræðum Lúters hinum minni auk Ritningarinnar.18
Samkvæmt stjórnarskránni er óheimilt að breyta þessum játningargrunni
eða ákveða eitthvað það með lögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum
eða formlegum starfsreglum sem lýtur að stjórn og starfsháttum þjóðkirkj-
unnar og brýtur í bága við evangelísk-lútherska hefð eins og hún verður
túlkuð út frá höfuðjátningunum fimm.19 Kirkjuskipanin er þannig reglugef-
18 Kongeloven af 1665: http://www.danskekonger.dk/biografi/andre/kongeloven.html
[sótt 4. 12. 2010]. Kong Christian Den Femtis »Danske Lov« af 1683: http://bjoerna.
dk/DanskeLov/index.htm [sótt 4. 12. 2010]. Bjarni Sigurðsson, Geschichte und
Gegenwartsgestalt des isländischen Kirchenrechts, bls. 77. Hans Gammeltoft-Hansen,
„§ 4“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999, bls. 46–48, hér bls. 46. Jens
Ravn-Olesen, „Fra statskirke til Folkekirke“, bls. 13, 17. Martin Schwarz Lausten,
„Inledning“, Kirkeordinansen 1537/39. Tekstudgave med inledning og noter ved Martin
Schwarz Lausten, Kaupmannahöfn: Akedemisk Forlag, 1989, bls. 9–37, hér bls. 37.
19 Hér kæmi eðli málsins samkvæmt einkum Ágsborgarjátningin frá 1530 til greina.
Hans Gammeltoft-Hansen, „§ 4“, Danmarks Riges Grundlov med kommentarer, 1999,
bls. 46. Varðandi fjárstuðning við þjóðkirkjuna sjá þó Henrik Zahle, Menneskerettig-
heter, Kaupmannahöfn: Christjan Ejlers´ Forlag, 1997, bls. 145.