Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 157
157
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
andi fyrir þjóðkirkjuna og bindur að því leyti hendur ríkisvaldsins þegar um
kirkjulega löggjöf er að ræða.20
Af því sem hér hefur verið sagt er ljóst að þjóðkirkjan býr ekki við trúfrelsi
heldur ber henni að vera evangelísk-lúthersk í fyrrgreindri merkingu og
hlýtur að glata stjórnarskrárvarinni sérstöðu sinni ef hún víkur frá þeim
játningargrunni. Þá er jafnframt ljóst að önnur kirkja en sú lútherska getur
ekki tekið yfir lögformlega stöðu sem þjóðkirkja jafnvel þótt viðkomandi
kirkja væri orðin meirihlutakirkja nema stjórnarskrárákvæðinu yrði breytt í
þá veru.
Stjórnarskráin bindur á hinn bóginn ekki hendur ríkisvaldsins almennt
eða veldur því að því beri að vera lútherskt í einhverjum skilningi þrátt fyrir að
því sé skylt að styðja og vernda kirkjuna sem hvílir á þessum játningargrunni.
Aldrei hefur verið áskilið að forseti lýðveldisins yrði skyldur til að tilheyra
þjóðkirkjunni eða vera lútherskur þótt hann sé æðsti yfirmaður hennar.21
Aldrei hefur heldur verið tilskilið með lögum að kirkjumálaráðherra tilheyrði
þjóðkirkjunni né hefur kirkjuskipanin haft nein áhrif á stjórnskipanina.22
Íslenska lýðveldið er því ekki og hefur aldrei verið trúarlega skilgreint.23
20 Jens Ravn-Olesen, „Fra statskirke til Folkekirke“, bls. 10, 11, 13. Jens Ravn-Olesen,
„Rammen om forkyndelsen“, bls. 22, 45. Otto Herskind Jørgensen, „At ændre for
at bevare“, For Folkekirkens skyld — at forny for at bevare, Kaupmannahöfn: Unitas
Forlag, 2004, bls. 127–131, hér bls. 128–129.
21 Gunnar G. Schram, Stjórnarskrá Íslands. Meginatriði íslenzkrar stjórnskipunar með
skýringum fyrir almenning, Reykjavík: Bókaútgáfan Örn og Örlygur HF, 1975, bls.
78. Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, seinni hluti, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1997, bls. 126. Björg Thorarensen, Stjórnskipunarréttur, bls. 342–343. Ákvæði er
skyldaði forsetann til að tilheyra þjóðkirkjunni bryti augljólega gegn 64. gr. stjskr.
þar sem kjörgengi utanþjóðkirkjufólks væri með því takmarkað.
22 Sjá Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 360, 468. Er þessi skilningur m.a.
byggður á 64. gr stjskr. Gunnar G. Schram telur óeðlilegt að utanþjóðkirkjumaður
fari með málefni þjóðkirkjunnar. Telur hann eðlilegt að forseti gæti þess að kirkju-
málin séu jafnan falin þjóðkirkjumanni og telur það ekki brjóta í bága við trúfrelsis-
ákvæði 64. gr. stjskr. Gunnar G. Schram, Stjórnskipun Íslands, bls. 146. Sjá þó sama
rit, bls. 360, 468. Kirkjuaðild (ef einhver) þess ráðherra sem annast tengsl við þjóð-
kirkjuna skiptir þó vart máli eftir gildistöku þjóðkirkjulaganna 1997.
23 Líta má svo á að 6. gr. í dönsku stjórnarskránni og hliðstætt ákvæði í sænskum
grundvallarlögum séu leifar af trúarlega skilgreindu ríkisvaldi en þar er kveðið á um
að konungur skuli tilheyra evangelískulúthersku kirkjunni. Danmarks Riges Grundlov
1953, Successionsordning (1810:0926): http://www.riksdagen.se/webbnav/index.aspx?
nid=3926 [sótt 28. 12. 2010]. Formlega séð er norska ríkið hins vegar enn trúar-
lega skilgreint. Sjá 2., 4., 12. og 16. gr. norsku stjskr. Kongeriget Norges Grundlov,
given i Rigsforsamlingen paa Eidsvold den 17de Mai 1814, saaledes som den er lydende
ifølge siden foretagne Ændringer, senest Grundlovsbestemmelse af 27de Mai 2010: http://